Lögmannablaðið - 01.12.2006, Page 13

Lögmannablaðið - 01.12.2006, Page 13
LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2006 > 3 í sjó. Skúli stiklaði á stóru yfir þróun fiskveiðiréttar á Íslandi frá almanna- rétti til sérréttar. Hann fjallaði um hvort hugtakið „sameign þjóðarinnar að nytjasofnum“ gæti fræðilega gengið upp. Af umfjöllun hans mátti ráða að hann teldi að hér væri ekki um beinan eignarétt að ræða heldur rétt til veiða eða nýtingar. Þá gerði Skúli grein fyrir eigin rannsóknum þar sem hann hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyr- irvarinn í 3. tl. 1. gr. l. nr. 38/1990 girði fyrir að eignaréttur í skilningi 72. gr. stjórnarskrárinnar geti mynd- ast. Þar er kveðið á um að úthlutun veiðiheimilda myndi hvorki eignarétt né óafturkallanlegt forræði yfir þeim. Hann greindi einnig frá gagnrýni ann- arra fræðimanna á þessar niðurstöður sínar. Tímabært málþing Málþingið var bæði málefnalegt og tímabært. Skipulagning þess var til fyr- irmyndar þar sem tryggð var mismun- andi nálgun viðfangsefnis sem kom í Eftir málþingið var boðið upp á léttar veitingar. Ólafur Björnsson, Skúli Magnússon og Jón Finnbjörnsson. Greinarhöfundur, Katrín Theodórsdóttir (t.h.) ásamt Bjarnveigu Eiríksdóttur. veg fyrir endurtekningar þótt fjallað væri sama réttarsvið. Fróðlegt var að heyra um niðurstöður auðlindanefnd- arinnar og má gera ráð fyrir að tekist verði á um tillögur hennar á Alþingi í vetur, verði þær lagðar fram. Með hliðsjón af umræðum um vatnalögin síðasta vetur má gera ráð fyrir átökum um forræði á nýtingarréttinum. Málþingið vakti upp margar spurning- ar eins og góð málþing eiga að gera svo sem hvert inntak eignarréttar íslenska ríkisins á þjóðlendum sé og hvað fel- ist í þeirri hugsun að forsætisráðherra fari með sameignina sem vörslumaður þjóðarinnar. Spyrja má í því sambandi hvort misvitrar ríkisstjórnir geti í skjóli þingræðis ráðstafað þjóðlendum að vild eða hvort gæta verði hagsmuna eigandans við ráðstöfun eignarinn- ar. Þá mætti velta fyrir sér hvort rétt væri að festa eignaréttinn í stjórnarskrá lýðveldisins. Ljóst er að svör við spurn- ingum sem þessum kalla á nýtt mál- þing. Katrín Theodórsdóttir hdl.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.