Lögmannablaðið - 01.12.2006, Page 16

Lögmannablaðið - 01.12.2006, Page 16
6 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2006 Hópur lögmanna og gestir þeirra fóru í námsferð til San Francisco í byrjun september sl. Hópurinn heimsótti meðal ann- ars Hæstarétt Kaliforníu. Arnfríður Einarsdóttir héraðs- dómari segir lesendum Lögmannablaðsins frá heim- sókninni. Það bólaði ekki á hinni alræmdu San Francisco þoku þegar við örkuðum af stað í Hæstarétt þriðjudagsmorg- uninn 5. september s.l. Himininn var skafheiður og sólin skein án afláts svo það var líkn að komast inn í skugga súlnaganganna fyrir framan útidyr dómstólsins. Þar biðum við góða stund áður en okkur var hleypt inn en þá tók við nákvæm öryggisgæsla þar sem töskur okkar og jakkar voru sett á færiband til gegnumlýsingar. Að þessu loknu tók Frederick K. Ohlrich, sem ber titilinn Court Executive Officer, á móti hópnum og kynnti starfsemi dómstólsins. Hæstiréttur Kaliforníu var stofnaður 1849 og á upphafsárunum sátu þar þrír dómarar, þar af var einn þeirra titlaður forseti dómsins. Nú eru hæstaréttar- dómararnir sex að tölu auk forseta dómsins og eru þeir allir skipaðir af ríkisstjóranum til 12 ára í senn en þá skipan þurfa síðan atkvæðismenn alls staðar að úr Kaliforníu að staðfesta. Niðurstöður Hæstaréttar Kaliforníu eru bindandi fyrir alla dómstóla fylk- isins en til dómstólsins berast mörg þúsund mál á hverju ári. Töluverður tími dómaranna fer í að meta hver þessara mála fá meðferð fyrir dóm- stólnum. Dómararnir eiga þó ekkert val þegar kemur að dauðadómum enda er mælt fyrir um það í lögum að dómstóllinn taki öll slík mál til með- ferðar og dómsálagningar. Eftir að hafa veitt hópnum innsýn í starfsemi dómstólsins leiddi hinn geð- þekki Ohlrich okkur að dómsalnum þar sem við hugðumst hlýða á mál- flutning. Fyrir framan salinn stóðu ábúðarmiklir öryggisverðir vörð og Heimsókn í Hæstarétt Kaliforníu Hæstiréttur Kaliforníu.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.