Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Síða 21

Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Síða 21
margvíslegar. í starfinu út á við hyggst félagið beita sér á breiðum vettvangi. Mikilvægt er að stuðla að gæðatryggingu og rannsóknum inn- an vinnuvistfræðinnar. Jafnframt þarf að tryggja að fylgst verði með staðlamálum á sviði vinnuvistfræði við hönnun. Félagið mun einnig leitast við að kynna vinnuvistfræði sem víðast. Miklu skiptir að framleiðendur, stjórn- endur fyrirtækja, samtök atvinnulífsins og stjórnmálamenn séu meðvitaðir um þýðingu vinnuvistfræðilegra sjónamiða við vöruþróun, hönnun vinnustaða, mótun vinnuskipulags og vinnuferla, launakerfa og svo mætti lengi telja. Þekking þín lesandi góður, getur einnig orð- ið til þess að flýta fyrir jákvæðri þróun. Vel upplýstir viðskiptavinir, sem gera vinnuvist- fræðilegar kröfur til þeirrar vöru sem þeir hyggjast kaupa, til dæmis um eiginleika tölvu- borða og stóla örva þannig framleiðendur til að mæta kröfum markaðarins. Á sama hátt geta starfsmenn sem búa yfir þekkingu um heppi- legar vinnuaðstæður og vinnuskipulag lagt mikið af mörkum til móta og bæta starfsum- hverfi sitt til framtíðar! Þá sem langar að fræðast meira um félagið er velkomið að hafa samband við undirritaða í vinnusíma: 5672500 eða heimasíma: 5861428. Netfang: torunn@ver.is. Greinarhöfundur er formaður VINNÍS og starfar jafnframt sem sjúkra- þjálfari hjá Vinnueftirliti ríkisins Heimildir: D. Obome. Ergonomics at work. Whiley and Sons Ltd, 1984ISBN 0-471-10030-7 IEA-tntemational Ergonomics Assodaton: heimasíða http://www.louisville.edu/ speed/ ergonomics. K.Vandraas, P.Odenrick: Nordic Ergonomics Society, fyrirlestur um NES á ODAM ráðstefnunni USA, 19%. Lög Vinnuvistfræðifélags íslands, aprfl 1997. Tilkynning! Hagnýtt rit við nám og störf! fáanlegt hjá: • Bóksölu Stúdenta, Reykjavík • Bókvali, Akureyri • Auði Axelsdóttur, iðjuþjálfun geðd. Lsp. s: 560 1791/560 1792 IÐJUÞJÁLFINN 1/98 21

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.