Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Page 23

Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Page 23
HUGMYNDAFRÆÐI OG KENNINGAR innan iðjuþjálfunar Námskeið á háskólastigi Nýlokið er þriggja eininga námskeiði fyrir starfandi iðjuþjálfa um hug- myndafræði og kenningar innan fræðigreinarinnar. Námskeiðið var var haldið í samvinnu Háskólans á Akureyri og Iðju- þjálfafélags íslands. Það var 44 kennslustundir og stóð frá byrjun janúar til loka apríl 1998. Fyrirlestrar voru haldnir tvisvar í viku í lok vinnudags. Kennarar voru iðjuþjálfarnir Snæ- fríður Þ. Egilson, Guðrún Pálmadóttir og Valerie Harris. Þátttakendur voru um 25, þar af þrír iðjuþjálfar sem sóttu sömu fyrirlestra og nemendur við iðjuþjálfunarbrautina fyrir norðan. Námsmat var tvíþætt, annars vegar var skriflegt verkefni sem vó 40% og hins veg- ar skriflegt próf sem vó 60%. Tilgangur námskeiðsins var að kynna hug- myndafræði iðjuþjálfunar og helstu fræði- kenningar sem liggja að baki matsaðferðum og íhlutun. Megin áhersla var lögð á mikil- vægi iðju fyrir þroska, færni og aðlögun hvers einstaklings og áhrif aðstæðna á þetta ferli. Leitað var svara við spurningunum: Hvers vegna, hvenær og hvernig fólk tekst á við dag- lega iðju. Færnilíkanið og líkanið um iðju mannsins voru notuð til að greina iðju og at- ferli í daglegu lífi. Tengsl iðju og heilsu voru könnuð og þau áhrif sem sjúkdómar, röskun á þroska, áföll og erfiðleikar í félagslegu um- hverfi geta haft á færni við iðju. Markmiðið var meðal annars að þátttak- endur lærðu að þekkja líffræðilegt, sálfræði- legt og félagslegt gildi iðju, ásamt því að þekkja helstu faglíkön í iðjuþjálfun og hvernig þau leiðbeina um matsaðferðir og íhlutun. Áhersla var lögð á að nemendur kunni skil á líkaninu um iðju mannsins og geti nýtt sér það við að skoða sögur skjólstæðinga. Gildi þessa námskeiðs er margþætt og mis- jafnt hvað hver og einn sér sem ávinning sinn. Óhætt er þó að fullyrða að námskeiðið nýtist vel sem undirbúningur fyrir það að handleiða nema. Það má heldur ekki má gera lítið úr þeim áhrifum sem það hefur þegar stór hluti starfandi iðjuþjálfa tekur þátt í námskeiði af þessu tagi á sama tíma. Þarna voru fulltrúar flestra vinnustaða og því líklegt að töluverð umræða hafi farið fram og eigi sér stað áfram. Sú staðreynd að kynnt voru orð og hugtök sem þýdd hafa verið, ýtir undir notkun íðorða í allri faglegri umfjöllun. Námskeið sem þetta eflir fagímynd iðjuþjálfa og gerir okkur auð- veldara að kynna fagið. Sameiginlegur hug- myndafræðilegur grunnur á íslenskri tungu er afar mikilvægur fyrir stétt sem okkar. Þátttakan var bæði vekjandi og skemmti- leg, þótt oft hafi verið lítill tími til að stunda áhugamálin og rækta fjölskyldu og vini. Þetta er upphafið á því sem koma skal og það er von okkar að fleiri slík námskeið verði í boði í framtíðinni. Geröur Gústavsdóttir og Sigríður Kr. Gísladóttir, iöjuþjálfar á SLF.

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.