Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Page 28

Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Page 28
Björg Þórðardóttir Smntök heilbrigðisstétta: Elín Ebba Asmundsdóttir Hildur Þráinsdóttir Öldrunaráð íslands: Rósa Hauksdóttir Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir WFOT: Hope Knútsson, aðalfulltrúi Lilja Ingvarsson, fyrsti varafulltrúi Sigrún Garðarsdóttir, annar varafulltrúi COTEC: Hope Knútsson Kristjana Fenger Endurskoðendur: Anna Guðrún Arnadóttir Lilja Ingvarsson Úthlutunarnefnd fræðslusjóðs: Elín Ebba Ásmundsdóttir Snæfríður Þóra Egilson Valrós Sigurbjörnsdóttir HK FRÆÐSLUNEFND IÞÍ AUGLÝSIR AMPS námskeið í haust Námskeið um Assessment of Motor and Process Skills (AMPS) verður haldið í Reykja- vík dagana 5.-9. október 1998 í samvinnu við Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands. Námskeiðið fer fram á ensku. Kennarar verða iðjuþjálfarnir Anne G. Fisher, prófessor við háskólann í Colorado og Birgitta Bernspáng, lektor við háskólann í Umeá. í námskeiðinu felst kynning á matstækinu og þjálfun í að meta færni einstaklinga og nota skráningarkerfið. Námskeiðið stendur yfir frá kl. 8:30 til 17:30 alla dagana. Morgun- og síðdegiskaffi er innifalið en ekki hádegisverður. Námskeiðsgjald verður á bilinu 44-48 þúsund krónur. Lesefni til undirbúnings fyrir námskeiðið verður sent út til þátttakenda 2-3 vikum fyrir námskeiðið. Auk handbókar um AMPS matið, fá þátttakendur skráningarkerfi á tölvutæku formi fyrir PC eða Mac tölvu. Að loknu nám- skeiði þurfa þátttakendur að meta færni tíu einstaklinga og skila tilheyrandi gögnum til að öðlast næga kunnáttu í að nota matið. Þessi gögn þarf að senda til Bandaríkjanna þar sem unnið verður úr þeim og endanlegt tölvuskrán- ingarkerfi hannað fyrir sérhvern iðjuþjálfa. Skráningarkerfið er aðlagað að hverjum og einum iðjuþjálfa, þar sem tekið er mið af til- hneigingu hans til að ofmeta eða vanmeta við fyrirgjöf. Það er síðan sent tilbaka ásamt við- urkenningu um að viðkomandi iðjuþjálfi hafi lokið námskeiðinu. Skráning á námskeiðið er þegar hafin hjá Endurmenntun HÍ, hámarksfjöldi þáttakenda er 35. Frestur til að staðfesta skráningu og greiða námskeiðsgjald er 15. september en þá veröur lesefni sent út. Fá matstæki eru betur sniðin að hugmyndafræði iðjuþjálfunar. Láttu þig ekki vanta, þetta tækifæri kemur ekki aftur í bráð! 28 IÐJUÞJÁLFINN 1/98

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.