Jón á Bægisá - 01.12.2010, Page 17

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Page 17
Um hinar mismunandi þýSingaraSferíir þýðing að ná eður birtast skilningi þeirra. Enda væri það jafn gagnslítið að þýða fyrir þá og að hella heitu vatni í sjóinn eða jafnvel í vín. En þeir eru vanir, og ekki að ástæðulausu, að brosa í hæðum sínum meðaumkunarlega að þeim tilraunum sem gjörðar eru á þessu sviði. Því vissulega, ef lesendur þeir er þýðingar eru ætlaðar, væri jafningjar þessara manna, þá þyrfti eigi á þessu erfiði að halda. Þýðing á sér þannig stað í ástandi miðja vega milli þessa tvenns (þess sem má ekki og þess sem er ókleift), og þýðandinn verður að setja sér það markmið að skapa lesanda sínum slíka mynd af verkinu og slíka ánægju við lestur þess sem frumtextinn veitti manni af svipaðri menntun, en þann lesanda erum vér vanir að nefna skyngóðan áhugamann og listunnanda í orðsins beztu merkingu; þetta er maður sem er eigi ókunnugur frum- málinu (þótt það verði honum alltaf framandi) og sem þarf ekki að hugsa hvert smáatriði aftur á móðurmálinu að hætti skólapiltsins áður en hann skynji heildina, en sem þó gjörir sér ávallt grein fyrir mismuni þessa máls og móðurmálsins, jafnvel þegar hann gleðst truflunarlaust að heita má yfir fegurð hins framandi verks. Þótt vér höfum ákveðið þessi atriði, er eftir sem áður nógu margt á reiki hvað varðar umsvif og skilgreining þessarar þýðingaraðferðar. Það eitt sjáum vér að, alveg eins og hvötin að þýða getur þá fyrst vaknað þegar erlendar tungur eru menntastéttinni að nokkru leyti tamar, þá getur þessi list dafnað og komizt æ hærra því meiri sem þekkingin er á erlendum ávöxtum andans og því meira ástfóstur fyrirfinnst við þá meðal þeirra sem hafa þjálfað eyra sitt (án þess þó að gjöra tungumálakunnáttu að sínu sérsviði). En oss er einnig skylt að horfast í augu við að því næmari sem lesendur eru á þvílíkar þýðingar því meiri verður vandinn í þessu starfi, sérstaklega ef átt er við það sérkennilegasta af ávöxtum lista og vísinda þjóðar, en það ætti að vera helzta viðfangsefni þýðandans. Tungumálið er nefnilega sögulegt fyrirbæri og það skilst eigi til fullnustu nema skilningur á söguþess sé fyrir hendi. Tungumál eru ekki tilbúningur —og öll gjörræðis- leg vinna með þau og í þeim er óheppileg — en þau verða smátt og smátt skynjuð, og listir og vísindi eru þau öfl þar sem þessi skynjun á sér stað og nær fullkomnun. I sérhverjum ágætum anda á öðru hvoru sviðinu birtist hluti af viðhorfum þjóðarinnar, en hann mótar einnig tunguna og verk hans verður hluti af sögu hennar. Þetta bakar þýðanda vísindalegra verka mikinn vanda, jafnvel óleysanlegan; því sérhverjum sem les framúr- skarandi vísindalegt verk á frummálinu, og býr yfir nægilegri þekkingu, verða án efa ljós áhrif þess á sögu þeirrar tungu sem um ræðir. Hann verður var við hvernig orðalag og sum orð, sem honum eru nýstárleg í fyrstu, hafa unnið sér sess í málinu sakir þess að þau voru þessum anda þörf og birtust í skapandi tjáningu hans; en þetta ræður miklu um hvernig á- — Ég kann að þýða; það kunnið þið ekki. 15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.