Jón á Bægisá - 01.12.2010, Blaðsíða 14

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Blaðsíða 14
Friedrich Schleiermacher - Martin Ringmar lesendum sínum eftir því sem unnt verður það sem frumritið var upphaflegu lesendunum; til þess að bjarga áþekkum áhrifum er eðli verksins fórnað. Endurskaparinn vill því á engan veg samanfæra þá báða, höfundinn og lesanda endurmyndarinnar (vegna þess að hann telur beint samband milli þeirra ógjörning), heldur vill hann einungis orka á hinn síðarnefnda eins og frummyndin orkaði á samtímamenn sinnar tungu. Endursögnin er notuð einkum og sér í lagi á sviði vísinda, endursköpunin fremur á sviði fagurra lista; því alveg eins og hver og einn má viðurkenna að listaverk í endursögn muni glata tóni og ljóma sínum og öllum listaeinkennum sínum, þá hefir engum dottið sú fásinna í hug að með frjálsri meðferð innihaldsins sé endurskapað vísindalegt meistaraverk. En hvorug þessara aðferða dugir þeim sem, uppfylltur af gæðum framandi meistaraverks, vill víkka áhrif þess inn á eigið málsamféiag og sem hefir í hyggju hugtakið þýðing í strangari skilningi. Hvorug aðferðin er því, vegna frávika sinna frá þessu hugtaki, til frekari umræðu hér, þær eru hér eingöngu til að afmarka eiginlegt svið umíjöllunar vorrar. En hinn raunverulegi þýðandi, sá sem virkilega vill leiða saman þessa tvo algjörlega aðskildu einstaklinga, höfund sinn og lesanda, og veita hinum síðarnefnda (án þess þó að neyða hann út fyrir vébönd móðurmálsins) sem beztan skilning á og yndi af hinum fyrrnefnda, hvaða leiðir eru honum færar? Að mínum dómi eru þær ekki nema tvær. Annaðhvort lætur hann höfundinn í friði eftir því sem unnt er, og færir lesandann til móts við hann; eða þá lætur hann lesandann í friði og færir höfundinn til lesandans. Leiðirnar tvær eru svo gjörólíkar að fylgja ber annarri þeirra eins samvizkusamlega og unnt er, því sérhver blöndun er líkleg til að skila ótraustri útkomu, og líkur á að höfundur og lesandi farist alveg á mis. Munurinn á þessum aðferðum — og það að hann ræður innbyrðis tengslum þeirra — hlýturað liggjabeint íaugum uppi. í fyrra tilfellinuerþýðandanum annt um að bæta lesandanum upp skort á þekkingu á frummálinu. Mynd þeirri sem þýðandinn vegna þekkingar sinnar á frummálinu hefir skapað sér afverkinu eins og það er, reynir hann að miðla lesendunum og að færa þá til sín, á stað sem er þeim í raun framandi. Ef á hinn bóginn þýðingin vill láta rómverskan höfund tala eins og Þjóðverji skrifar og talar við Þjóðverja, þá færir hún höfundinn ekki á þann stað þar sem þýðandinn er (því við hann talar höfundurinn latínu en eigi þýzku), heldur dregur hún hann inn í heim hinna þýzku lesenda og gjörir hann að jafningja þeirra; og er þetta hið síðara tilfelli.1 i Hér er sem sé um þrjá „staði“ að ræða: H (Höfundur) — Þ (Þýðandi) — L (Lesandi). Hin fræga tvískipting Sclileiermachers er ekki, strangt til tekið, fólgin í að færa höfund til lesanda eða öfugt, heldur að færa höfund til lesanda eða lesanda til þýSanda (enda orðaði 12 /7 .ýftr/ydiá - Tímarit um þýðingar nr. 14 / 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.