Jón á Bægisá - 01.12.2010, Page 82

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Page 82
Magnús Fjalldal Gray orti mjög lítið — samanlagður skáldskapur hans er innan við þús- und ljóðlínur — en þar hefur eflaust ráðið miklu um að hann var ákaf- lega vandvirkur og einstaklega seinvirkur. „Elegy Written in a Country Churchyard" var þannig um átta til níu ár í smíðum.1 Þegar kvæðið birt- ist svo loks á prenti árið 1751 í hálfgerðri óþökk Grays fékk það frábær- ar móttökur, og Gray varð á svipstundu frægur maður, honum til lítillar ánægju.2 Þetta kvæði Grays er að því leyti merkilegt að hér mun í fyrsta skipti í enskum bókmenntum fjallað um venjulegt almúgafólk, örlög þess og kjör af samúð og skilningi. Kvæðið stendur á mörkum nýklassísku stefn- unnar og hinnar rómantísku; tónn Grays er í nýklassískum anda: stóískur og laus við alla tilfinningasemi, en yrkisefnið er nýstárlegt: hugleiðingar sem kirkjugarður í fátæku sveitaþorpi vekur með höfundinum. En þótt sjónarhornið sé nýtt, á grunntónn kvæðisins sér rætur í miðaldakveðskap. Memento mori — minnstu dauðans — er jafnt boðskapur sem á við um ríka og fátæka, og í þessum anda yrkir skáldið sjálfum sér grafskrift í kvæðis- lok. En víkjum þá að kvæðinu sjálfu. I upphafserindum þess skapar Gray stemningu eins og hún gerist á heldur drungalegu kvöldi í þorpskirkjugarði í enskri sveit. Því næst tekur hann að hugleiða þá sem þar liggja grafnir, og þá fyrst það sem þeir fara nú á mis við: töfra náttúrunnar, friðsælt heim- ilislíf og gleði yfir velunnum störfum. Enginn skyldi gera lítið úr framlagi þeirra sem nú liggja gleymdir í garðinum, þótt það sé smærra í sniðum en hinna sem betur voru staddir efnalega. Dauðinn gerir á endanum alla menn jafna. Því næst veltir Gray því fyrir sér hvað hefði getað orðið úr þessu fólki, ef fátæktin hefði ekki bælt alla menntun og sókn til metorða. Ef til vill liggja þarna í garðinum þeir sem hefðu getað orðið afburðamenn á ýmsum sviðum. En sú varð ekki raunin, og fyrir vikið verðum við að meta þetta fólk að verðleikum — ekki út frá mælikvarða heimsins, heldur út frá þeim forsendum sem þessir fátæku þorpsbúar máttu una. I síðustu erindum kvæðisins lítur skáldið svo í eigin barm. Einn daginn er hann sem sagði sögu þessa fólks einnig horfinn af vettvangi lífsins, og grafskrift hans er ekkert ósvipuð grafskriftum þorpsbúanna: hann kom raunamæddur í þennan heim og skildi við hann án frægðar eða auðs. Ekki er vitað hvað varð til þess að Einar Benediktsson (1864-1940) ákvað að þýða þetta kvæði Grays sem birtist í ljóðabókinni Hrönnum árið 1913. Ef trúa má ævisögu Guðjóns Friðrikssonar virðist heldur ótrúlegt að Einar hafi lesið mikla þjóðfélagsgagnrýni út úr kvæðinu; hann hafði að 1 Sjá Ketton-Cremer, Thomas Gray — A Biography, bls. 59, 64 og 77. 2 Sjá sama rit, bls. 116 og 152. 80 á .ýBaydjá — Tímarit um þýðingar nr. 14 / 2010
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.