Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 6

Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 6
4 Þjóðmál SUmAR 2009 eftir vexti . Það er einmitt það sem við Íslend- ingar þurf um að gera . Eins og fyrr segir hafa rík is útgjöld í helstu málaflokkum aukist um 40% að raungildi frá 2003 . Það verða því engar grundvallarbreytingar á þjónustu rík- isins við niðurskurð í einni svipan um 20% . Eða var þjónustu rík is ins stórlega áfátt árið 2003? Auð vitað ekki . En þetta krefst hugrekkis, skýrrar fram- tíð arsýnar og skilnings á því sem máli skiptir í nútíma þjóðfélagi . Og það eru eiginleikar sem núverandi ríkisstjórn býr ekki yfir . Hún situr föst í viðjum gamaldags hafta- og ríkishugsunar . Því lengur sem hún er við völd því dýpra sökkvum við í fen kreppu og örvæntingar . Það er því sannarlega aðkallandi að snúa við blaðinu og endurvekja Davíðs-andann! Það nær engri átt að kenna ríkis stjórn ar-forystu Sjálfstæðisflokksins á árunum 1991–2009 um bankahrunið og afleiðingar þess . á þessum árum urðu stórkostlegar fram- farir á flestum sviðum þjóðlífsins og kaup- máttur alls almennings jókst um yfir 30% . bankahrunið á sér al þjóð legar rætur, íslensku bankarnir störfuðu sam kvæmt EES-reglum og sá vitfirringslegi hruna dans sem íslensku bankamennirnir stigu var alþjóðlegur . Hrun lehman brothers og efnahagsöngþveitið í banda ríkj un um er varla Sjálfstæðisflokknum að kenna eða fjármálakreppan í bretlandi og efna hags þrengingarnar á Spáni? Auðvitað sváfu íslensk stjórnvöld á verðinum og pen inga mála- stefnan gerði að ýmsu leyti illt verra . Stjórn- völd í öðrum löndum sváfu líka á verð in um og gerðu mistök í hagstjórn . En megin söku- dólg ur inn í öllum löndum eru auð vi tað hinir viti firrtu bankamenn sem brutu allar hefðir og góða siði í banka starf semi í brjá læðislegum stríðsdansi kringum gullkálfinn . Hér á landi eru afleiðingar hrunadansins meiri vegna hins hraða vaxtar bankanna eftir einkavæðingu þeirra . Dreifð eignaraðild við einkavæðingu bankanna ein og sér hefði litlu breytt við þær aðstæður sem ríktu á al þjóðlegum fjármálamarkaði . Að minnsta kosti er ljóst að gamlir bankar jafnt sem nýir, reyndir bankamenn jafnt sem óreynd ir og bankar með mismunandi eign ar hald urðu hrunadansinum að bráð í öðr um lönd um . Hins vegar hefði væntanlega breytt miklu ef erlendur banki hefði fengist inn í landið við einkavæðinguna, ef skilið hefði verið með skýrum hætti milli viðskiptabanka- og fjár fest i nga banka starfsemi og ef haldgóðar reglur hefðu verið settar um kross eigna- tengsl . Þá hefði það áreiðanlega haft mikið að segja ef fjölmiðlalögin hefðu verið sam- þykkt og komið hefði verið í veg fyrir eignar hald hinna stórskuldugu manna á öllum frjáls um fjölmiðlum í landinu . Því miður er það svo að skuldakóngarn-ir hafa haft afdrifarík áhrif á hag allra landsmanna um langa framtíð . (Það hefur tíðkast að vísa til þessara manna sem auðmanna en réttast er að kalla þá skulda­ kónga . Þegar upp er staðið eiga þeir ekki neitt, það var allt veðsett upp í rjáfur hvar sem þeir báru niður .) Ekki aðeins hafa fjölmargir tapað sparnaði sínum og fjöl skyldna sinna heldur glímir allur al menningur við afleiðingarnar af vit firr ings legri skuldasöfnum og fjáraustri skulda kónganna . Húsnæðislánin sem al- menn ing ur er að sligast undan, stórhækkað verð lag, lækkun kaupmáttar, gjald eyr is höft og gengi sem gerir flesta lands menn að föng- um í landinu – allt skrifast þetta á reikn ing skuldakónganna . já, skulda kóng anna sem forseti landsins keppt ist við að hampa og verðlauna, skulda kóng anna sem fjöl miðl arnir settu á stall, skulda kóng anna sem Hæsti réttur veitti aflausn í baugs mál inu . Það er því til vitnis um ótrúlega for herð- ingu að einn hirðmaður skuldakónganna skuli nú stíga fram og skella allri skuld á Dav- íð Oddsson . Og það er ævarandi vitnis burð ur um hvað þjóðin er orðin rugluð í ríminu að bók hirðmannsins skuli renna út eins og heit -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.