Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 34

Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 34
32 Þjóðmál SUmAR 2009 ildir til leigu. Greiðslum fyrir afla heim ildir verði dreift á það ár sem þær eru nýttar á. Í kafla sem ég skrifaði í bókina Þjóðar eign árið 2007 var fjallað um áhrif skatt lagn ingar á sjávarútveginn með tilliti til greiðslu getu, verðmætis fyrirtækjanna og þá um leið atvinnugreinarinnar í heild . Í bókinni voru lagðir til grundvallar árs reikn ingar 15–18 fyrirtækja árin 2001–2005 . Alls höfðu þessi fyrirtæki yfir að ráða um 50–55% allra aflaheimilda við landið, bæði innan og utan lögsögu . Í aðdraganda kosninganna í vor prjónaði ég óbeint við þennan bókarkafla með því að safna saman ársreikningum stærstu fyrir tækjanna árin 2006 og 2007 og bæta síðan við 25 fyrirtækjum . Samtals höfðu þessi 40 fyrirtækin yfir að ráða um 80% allra aflaheimilda árin 2006 og 2007 . tilgangurinn með gagnaöfluninni var að sjálfsögðu sá að meta getu atvinnu- greinar innar til að greiða viðbótarálögur í formi sérstakrar skattlagningar til ríkisins með einum eða öðrum hætti . Afleiðingar þess að ríkið leggi sérstaka skatta á eina atvinnugrein geta verið margvíslegir . Of há skattlagning eða kerfisbreyting getur hrein- lega ofboðið greininni í heild og fellt hana eins og bankakerfið féll á haust dög um með ófyrirsjáanlegum afleiðingum . tjón þjóð- arinnar af því að leggja of miklar byrðar á sjávarútveginn í nafni réttlætis og sann girni getur haft þveröfug áhrif við það sem stefnt er að . Sér staklega er það hættulegt núna þeg- ar ríkið er komið með bankakerfið í fangið og undirbýr endurfjármögnun þess með framlagi úr ríkissjóði . Miklar afskriftir lána, sem féllu á bankakerfið í kjölfar of hárrar skattlagningar á sjávarútveginn myndu að sjálfsögðu rýra eigið fé bankanna og þar með eignir þjóðarinnar . Í versta falli gæti bankakerfið fallið á ný með enn skelfilegri afleiðingum en þjóðin upplifði í október 2008 því þá fellur ekki aðeins bankakerfið í annað sinn heldur sjávarútvegurinn líka, atvinnugrein sem hefur að óbreyttu burði til að greiða skuldir sínar og sjá fjölda fólks fyrir atvinnu hringinn í kringum landið . Fyrningin jafngildir stórfelldri gjaldheimtu nú er sjávarútveginum gert að greiða sérstakt veiðigjald til ríkisins, skatt á hvert þorskígildiskíló . Veiðigjaldið er reikn að sem hlutfall af framlegð útgerðar . Með veiðigjaldinu heldur útgerðin kvóta sín um óskertum . Fyrningarleiðin felur aftur á móti í sér innköllun aflaheimilda til auð linda sjóðs og svo uppboð þar sem sá fær er best býður .1 báðar leiðirnar fela í raun í sér gjaldheimtu, enda auðvelt að gefa sér forsendur í fyrningarleiðinni sem jafn gilda gjaldtöku en það var einmitt það sem ég gerði . Forsendan er einföld en hún er sú að á hverju ári fyrnast 5 prósentustig af aflaheimildum hverrar útgerðar . Þannig verða 5% tekin fyrsta árið, 10% það næsta, 15% það þriðja og svo koll af kolli . En þá er vert að hafa í huga eftirfarandi atriði: • Síðasta kílóið sem veitt er hefur að jafnaði mestu framlegðina . Því gefur meðalframlegð betri mynd en ella . • Með því að 5% framlegðar útgerðar hverfi út úr rekstrinum aukast skuldir og greiddir vextir verða hærri . Skuldastaða greinarinnar er því verri en fram kemur í greiningu . • Ekki er gert ráð fyrir að fyrirtækin 1 Í stefnuyfirlýsingu vinstri grænna, Hafið bláa hafið, „er gert ráð fyrir að 5% aflaheimilda verði innkölluð árlega . til þess hins vegar að auðvelda útgerðaraðilum aðlögun að breyttum aðstæðum verði þeim fyrstu 6 árin gert mögulegt að halda eftir 3% af þeim 5% sem árlega eru innkallaðar fyrstu 6 árin . Þessum 3% aflaheimilda héldi útgerðin sem einskonar „biðkvóta“ og greiddi fyrir hann með sérstökum afnotasamningi við ríkið til sex ára . Að sex árum liðnum bætast þessi 3% aflaheimilda ár frá ári við þær 5%-heimildir sem innkallaðar eru árlega .“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.