Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 62

Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 62
60 Þjóðmál SUmAR 2009 Svo hlógum við báðir . Sagan af Grími er tær snilld eins og það heitir á nútímamáli . nú á tímum er í tísku að skella öllu sínu sálarlífi á borðið fyrir alla sem heyra vilja og líka þá sem vilja það ekki, það er oft gert á þann hátt að maður upplifir „aulahroll“ . Einlægni ásgeirs var ekki minni en nútímamannsins, en hann kunni að opinbera tilfinningar sínar með reisn . Grímur trollaraskáld er samansettur af þrem ólíkum mönnum, hann var „þríeinn“ . Þessir menn voru: Þorgeir Háv ars son, kappinn sem hafði gaman af að berjast og höggva höfuð af mönnum, en vegna tíðarandans hjó Grímur aðeins hausinn af þorskum . Síðan var það Ólafur Kára son ljósvíkingur og sveimhugi sem „réði fyrir hug leiðing um, draumum og aum ingja- skap“ . Sam búð ljósvíkingsins og hetjunnar Þorgeirs gekk oft erfiðlega innra með Grími því „Þorgeir þoldi ekki aum ingja og ljós- víkingurinn ekki hetjur“ . Svo var það strákurinn Móri sem hló að þeim báðum, stundaði prakkaraskap og sameinaði þá Þorgeir og ljósvíkinginn í andstöðu við sig því báðum var hann ákaflega leiður . Þessi samsetning Gríms gerði það að verkum að „hann var maður reikull í ráði“! ásgeir nýtti sér þessa þrískiptingu til hins ýtrasta í skrifum sínum – og hún skýrir kannski fjölbreytni þeirra, mannskilning og dýpt . áseinni árum hefur verið mér hugleikin fyrrnefnd bók, Fiskleysisguðinn, sem gefin var út fjórum árum eftir að ásgeir hélt í ferðalag um hin ójarðnesku svið . Þótt ég hafi unnið lengi við fiskveiðar opn- aði þessi bók augu mín . Stjórnmálamenn hafa tekið alltof mikið mark á Hafrómönn- um, sérfræðingun um, við fiskveiðistjórn- unina . Hver er útkoman af því að hafa hlýtt ráðum fiskifræðinganna á Hafró í hartnær fjörutíu ár? Við veiðum sífellt minna og minna . Hafró lofaði að ef hennar ráðum yrði fylgt myndum við í árslok 1992 búa við 500 .000 tonna jafnstöðuafla á ári, milljón tonna hrygningarstofn og þyrftum ekki lengur að hafa áhyggjur af árlegum aflasveiflum náttúrunnar . já, miklir menn eru þeir sérfræðingarnir, að lofa því að hafstraumar breytist ekki eða hitastig sjávar og átumagn . Það liggur við að þeir hafi getað fengið stjórnmálamennina til að setja lög þar sem þorskurinn væri skikkaður til að halda sig í íslenskri lögsögu! Þorskurinn er ekki auðtamin skepna, hann þvælist um allan sjó í leit að æti og góðum skilyrðum . Hann skeytir engu um lög og reglur mannanna . Enda reyndist ekkert hald í spádómum Hafrannsóknar . árið 1992 var jafnstöðuafli þorsks ekki 500 .000 tonn heldur 230 .000 tonn og hrygningarstofninn ekki milljón tonn heldur 300 .000 tonn – og þrjú aflaleysisár sögð framundan . Síðan hefur allt jafnvel farið á verri veg eins og kunnugt er . Og enn skella stjórnmálamennirnir við skollaeyrum og leggja allt sitt traust á fræðingana . Fáir hafa lagt meira af mörkum við að koma til skila dýrmætum hluta sögu okkar Íslendinga, fiskveiðisögunni og því mann lífi sem hún geymir, en ásgeir jakobsson . Í bókum hans er sögð saga þeirra manna sem lögðu grunninn að því vel ferð ar sam félagi sem við byggjum í dag . At hafna menn irnir Aðalsteinn jónsson, Ein ar Guðfinnsson, Einar Þorgilsson, Óskar Hall- dórsson, Pétur j . Thorsteinsson og tryggvi Ófeigsson birtast okkur ljóslif andi á síðum bóka ásgeirs – sem aldrei hafa verið þessari þjóð þarfari lesning en einmitt nú . Það er mjög í tísku hjá menningarvitum þessa lands að halda málþing um rithöfunda og fræðimenn . Hvernig stendur á því að ekki hefur verið haldið málþing um verk ásgeirs jakobssonar?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.