Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 46

Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 46
44 Þjóðmál SUmAR 2009 að rannsóknum Íslendinga á sviði jarð- skjálfta og hinu öfluga viðvörunarkerfi sem íslenskir vísindamenn og sérfræðingar hefðu þróað . Sú þekking gæti verið framlag Íslendinga til þjóða sem byggju við hættu á jarðskjálftum .“ Með öðrum orðum: æ, voru konan og börnin að farast í bílslysi? Ég er hérna með frábæra bremsuklossa! nýjast er svo Stóra orðuhneykslið, sem fjallað var um í Kastljósi 28 . apríl sl . Carol Van Voorst, fráfarandi sendiherra bandaríkjanna á Íslandi, var á leið út á bessastaði að taka við fálkaorðunni, þegar henni barst símtal þess efnis að ekkert yrði af fyrirhugaðri orðuveitingu . Engin skýring fylgdi, en sagt að þau hjónin væru velkomin á bessastaði . Eftir umfjöllun Kastljóss brá hinn knái forsetaritari við skjótt: „Þarna urðu leiðinleg mistök sem ég ber ábyrgð á,“ sagði Örnólfur Thorsson orðu- og forseta- ritari . Í skýringu frá forsetaskrifstofunni kemur fram að fyrir mistök hafi erindi verið sent prótó kollstjóra utanríkisráðuneytis þess efnis að ákveðið hefði verið að sæma Voorst fálkaorðunni án þess að formlega hefði verið gengið frá ákvörðuninni . Fram kom í Kastljósi að Carol hafi verið afar ósátt, en engu að síður mætt á bessa- staði . Einnig kom fram að sendiherrann hefði túlkað orð forsetans þetta kvöld þannig að orðuna fengju aðeins þeir sem hennar væru verðugir! Hvaða skilaboð var þarna verið að senda Washington? jú: Við erum að fara inn í Evrópu, við eig- um nýja vini! ligga ligga láinn! Vits er þörf . . . Eftir allt þetta endemis klúður og misskilning fer um mann hrollur við að hugsa til ræðunnar í Walbrook Club forðum, þar sem enn einu sinni var verið að mæra útrásarmenn . Ólafur Ragnar sagði þar, í sem betur fer sjaldgæfri tilraun til þess að vera hipp og kúl: „You ain´t seen nothing yet!“ Forsetinn vitnaði gjarnan í eitt erindi Hávamála þegar hann var að auglýsa upp snilli „okkar“ á alþjóðlegum fjármálamarkaði: Deyr fé deyja frændur deyr sjálfur hið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Þarna átti forsetinn við, að mannorðið væri dýrmætara en flest annað . Hann sagði: ,,Slík hugsun er vænlegra leiðarljós um ókunna vegu á heimsmarkaði en regluverk eða flókin vegakort sem aðrir hafa samið . Það dugir Íslendingum lítt til sæmdar að brjótast áfram í öðrum löndum með aðferðum sem eru vafasamar því orðstírinn kann að tapast í slíkri för .“ Kannski ætti einhver vinur forsetans að gauka að honum þessu heilræði Hávamála og segja honum að taka það til sín: Vits er þörf þeim er víða ratar dælt er heima hvað. Að augabragði verður sá er ekki kann og með snotrum situr. Það er óvíst hvort forsetinn fréttir af þessu heil ræði og enn óljósara hvort hann ber gæfu til þess að fara eftir því . Aðeins eitt er ljóst: Með svona þjóðhöfðingja þarf þjóðin ekki á fleiri óvinum að halda . Maður nötrar við tilhugsunina um hvað við fáum að sjá næst .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.