Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 97

Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 97
 Þjóðmál SUmAR 2009 95 það aðhyllist af alefli, en það, eins og raunar bandarískir vinstri menn sjálfir, gerir samtímis allt sem í þess valdi stendur til að níða, sverta og svívirða bandaríkin . Sníkillinn nærist á hýsli sínum en vinnur honum jafnframt tjón . Þeir „róttæku“ ungu „rapparar“, sem vörp uðu logandi íkveikjusprengju að banda ríska sendiráðinu fyrir nokkrum árum voru mér vitanlega ekki í MÚR- hópnum en eru þó einkar dæmigerðir fyrir hina nýju kynslóð róttæklinga . Þetta gerðist skömmu fyrir atburðina 11 . sept- ember 2001 þannig að enn var óhætt að ráðast að bandaríkjamönnum á þennan hátt án alvarlegra eftirmála . nú þyrfti til þess meira hugrekki en þetta fólk býr yfir, en slíkar sprengjur eru í styrjöldum not aðar til að kveikja í skriðdrekum og húsum . Sem kunnugt er var ákæran, sem þessir ungu menn sættu, nánast hjákátleg (móðgun við erlent ríki) . Þótt fjöldi manns væri í húsinu og kviknaði í undan íkveikju- sprengjunni var hvorki kært fyrir íkveikju né morðtilraun . Gerendurnir borguðu ekki einu sinni skaðabætur . Ég er raunar ekki þeirrar skoðunar, að senda hefði átt þessa ungu menn austur fyrir fjall og gera þannig að píslarvottum í hópi skoðanabræðra sinna sem eru marg ir . Fólkið sem safnaðist á Austurvöll í vetur var margt sömu gerðar og þeir . Miklu réttlátari refsing hefði verið að senda rapparana vestur um haf á fund hinna svörtu smáglæpamanna, sem þeir sækja hugarheim sinn og andlega næringu til . Þar gætu þeir fengið að „chilla“ að vild um áhugamál þessara manna, sem svo ljóslega koma fram í rapptextum, nefnilega eiturlyfjasölu, útgerð vændiskvenna, rán, morð, hópnauðganir og, ekki síst það skrítna fyrirbæri „móður-kynhneigð“, sem nánast gegnsýrir allt og kemur hvarvetna fram í orðum þeirra og æði . En böggull fylgir skammrifi: „They don´t talk the talk, they don´t Walk the Walk“ eins og átrúnaðargoðin mundu segja . Ég mundi ekki spá hinum ungu íslensku gervi-Könum langlífi þar vestra . Þessir svörtu smákrimmar eru, eins og títt er um glæpamenn, þrátt fyrir allt miklir föðurlandsvinir . Gagnrýni er ekki aðeins nauðsynleg, heldur beinlínis einn helsti undirstöðu- þáttur lýðræðis, og því er tjáningarfrelsið lífsnauðsyn . tjáningarfrelsið má ekki skerða . Gagnrýni er varnarkerfi þjóð fé- lagsins á sama hátt og ónæmiskerfið er varnarkerfi mannslíkamans . En í sumum sjúk dómum snýst ónæmiskerfið gegn sjálf- um líkamanum . Þetta gerist t .d . í gigtar- sjúkdómum . Þá ræðst ónæmiskerfið á vöðva og liði, og hindrar þannig eðlilega hreyfi getu líkamans án þess að drepa hann . Allra verstur er þó sá sjúkdómur, eyðni, þar sem ónæmiskerfið ræðst á sjálft sig . Þeir sem ættu að verja líkamann fá röng skilaboð, ráðast á sjálft ónæmiskerfið og fremja þannig sjálfsmorð . Síbyljuárásir hinna „hófsamari“ vinstri manna á bandaríkin og málstað Vestur- landa, sem t .d . má heyra og sjá daglega hjá fréttastofu RÚV og raunar flestöllum ef ekki öllum stærri fjölmiðlum hin síðari ár, líkjast meira árásum ónæmiskerfisins í gigtarsjúkdómum . Þær skaða Vesturlönd og bandaríkin en drepa ekki . Kommún- ismi, nasismi og íslamismi, – kenningar, sem afneita sjálfum grundvelli lýðræðisins, – eru allt annað og verra . Þeir nota ónæmis- kerfið, þ .e . gagnrýnina og tjáningarfrelsið beinlínis til að tortíma sjálfu þjóðfélaginu sem þeir lifa í . MÚR-félagarnir, jámenn alræðis herra og hryðjuverkahópa, tilheyra síðari hópnum, eins og eyðniveiran . Þeir, án þess að gera sér grein fyrir því sjálfir, nota frelsið til að drepa frelsið .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.