Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 53

Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 53
 Þjóðmál SUmAR 2009 51 var mjög gagnlegur fyrir skipuleggjendur þings ins . Hópar FDj-manna fengu það verkefni til skiptis að taka þátt í óform- legum samræðum á Alexanderplatz, þar sem þátttakendur söfnuðust helst saman . Í hvert sinn sem þátttakendur, sem ekki voru kommúnistar, hófu samtöl, umkringdu FDj-menn þá og yfir- gnæfðu samræðurnar . Vegna þjálfunar þeirra fyrir þingið létu þeir ávallt í ljós mjög áþekkar skoðanir á öllum hlutum, og ef umræðurnar urðu of flóknar til þess, að venjulegir FDj-menn gætu fylgst með þeim, tók vanalega einhver foringi í taumana og skarst í leikinn til að yfirtaka samræðurnar . Þessar samræður hlutu mikið rúm í austur- þýskum blöðum til þess að sýna fram á, hve opið þingið hafi verið fyrir frjálsum skoðanaskiptum . Þeim fáu, sem voru ósamþykkir stjórnendunum, var stíað í sundur og starfsemi þeirra rugluð með mjög ströngu öryggiseftirliti, með því að láta þá búa hvern fjarri öðrum, með erfiðleikum á að fá upplýsingar og með erfiðleikum á að ná símasambandi . Kvað broderick mótið hafa átt að sýna fram á „styrk, gæði og óhjákvæmileika kommúnisma að sovéskri fyrirmynd“ . Það hefði verið „þrautskipulögð og vel heppnuð æfing í hópstjórnun“ .12 Svo vildi til, að fimm Íslendingar voru stadd ir í Vestur-berlín á sama tíma og heims- mót æskunnar var haldið í Austur-berlín . 12 „Hausnum stungið í sandinn?“ tvær frásagnir af Heimsmóti æskunnar í A-Þýskalandi,“ Mbl. 31 . október 1973 . Í stað „pressunnar“ er hér sagt blaða, auk þess sem leyst er úr skammstöfunum Einn þeirra var Davíð Oddsson laganemi . Hann las þá um haustið hneykslaður skýrslu Þorsteins Vilhjálmssonar og félaga hans um mótið og andmælti henni í Morgun blað­ inu . Davíð kvaðst í stuttri ferð til Austur- berlínar hafa séð allt annað land en lýst væri í skýrslu æskulýðssambandsmanna: Það væri lögregluríki umkringt gaddavírsgirðingu og múr . „Fólk, sem gengur um Austur-berlín án þess að sjá múr og ræðir þar fjálglega um frelsið án þess að minnast einu orði á áþján borgarbúanna sjálfra, hefur ekki aðeins stungið höfðinu á kaf í sandinn; það hefur barið höfðunum við múrsteininn,“ skrifaði hann . „Ýmsir aðilar reka harðan áróður fyrir því, að ástandið í kommúnistaríkjunum sé viðurkennt sem óumbreytanlegt og Vesturlandabúar loki augunum fyrir þeirri kúgun, sem austantjaldsþjóðirnar búa við,“ bætti Davíð við . „En ég er þess fullviss, að enn hefur flest ungt fólk hér á landi skömm á þeim blindingsleik, sem æSÍ-sendinefndin lék í berlín .“ tók Morgunblaðið undir með Davíð í forystugrein .13 13 Davíð Oddsson: „Helsi en ekki frelsi,“ Mbl. 4 . september 1973; „8 sem ekkert lærðu,“ Mbl. 6 . september 1973 (leiðari) . Skorinorð grein Davíðs Oddssonar í Morgunblaðinu 1973 gegn lygafrásögnum Þorsteins Vilhjálmssonar og félaga um ástandið í Austur-Þýskalandi . Mbl. 4. september 1973.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.