Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 28

Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 28
26 Þjóðmál SUmAR 2009 isflokksins samþykkti auðlinda gjald, sem stefnu flokks ins og Alþingi setti lög þar um . Það er svo önnur saga, að síð asti lands fundur Sjálf stæðis flokksins sam þykkti um ræðu laust, með handa uppréttingu í tví gang, án þess að atkvæði væru talin, að þetta gjald skyldi falla niður . Það er ekki hægt að taka þá afgreiðslu alvarlega . Fremur ber að líta svo á, að um eins konar uppákomu hafi verið að ræða . nú er sagt og það er ástæðan fyrir því, að núverandi stjórnarflokkar hafa tekið upp baráttu fyrir fyrningarleiðinni: Það hefur aldrei tekizt sátt um auðlindagjaldið . Gott og vel . Hvers vegna hefur ekki tekizt sátt um það? Vegna þess, að útgerðarmenn hafa haldið uppi stöðugri baráttu gegn því . nú er auðvitað ljóst, að auðlindagjaldið er betri kostur fyrir útgerðarmenn en fyrn- ingarleiðin . Er hugsanlegt að þrátt fyrir allt sé hægt að ná sátt um fisk veiði stjórnar kerfið á grundvelli auð lindagjalds ins nú þegar útgerðarmenn verða að horfast í augu við að fyrningarleiðin er að dembast yfir þá? Af eigin reynslu vegna baráttunnar um auðlindagjaldið get ég fullyrt að núver andi ríkisstjórn stendur frammi fyrir stór stríði um fyrningarleiðina . Þótt fátt hafi verið marktækt, sem frá forseta Íslands hefur komið síðustu árin var það þó rétt sem hann sagði í ræðu við setningu Alþingis, að núverandi ríkisstjórn hefur færst mikið í fang með því að ætla að takast á við mörg stór og umdeild verkefni í einu . Kannski ættu útgerðarmenn að skoða hug sinn betur varðandi auðlindagjaldið og raunar er tímabært fyrir lÍÚ að hlusta með jákvæðara hugarfari á athuga semdir stórs hluta þjóðarinnar við fisk veiði stjórnarkerfið . talsmenn bæði útgerðarmanna og Sjálf- stæðisflokksins tala óvarlega um þetta mál . Útgerðarmenn tala um veiðiheimildirnar sem sína eign . Þeir eiga engan kvóta og geta þess vegna ekki eignfært hann í reikningum sínum . Þeir eiga nýtingarrétt á kvóta og eiga lögum samkvæmt að greiða gjald fyrir þann nýtingarrétt . Það kemur útgerðarmönnum sjálfum verst, þegar þeir tala af slíkri ónákvæmni um þetta mál . Það hleypir illu blóði í eigendur fiskimiðanna . Það hefur borið við að talsmenn Sjálfstæðis- flokksins tali um fyrningarleiðina, sem þjóð nýt- ingu . Hvernig er hægt að tala um að til standi að þjóðnýta eign, sem þjóðin á nú þegar? björgvin Guðmundsson viðskipta frétta- stjóri Morgunblaðsins skrifaði athyglisverðan pistil í blaðið hinn 12 . maí sl . björgvin lýsti reynslu sinni af sjómennsku eftir stúdents- próf og sagði: Ég tók eftir að lífsviðhorf mín breyttust á meðan ég var um borð í Fanneyju, tjaldi II, Eldborgu og Sóleyju . Mér varð sífellt betur ljóst að í gegnum aldirnar hefði maðurinn lagt gífurlega mikið á sig til að komast af og gera lífið bærilegra . Það kostaði auðvitað þrotlausa vinnu . . . Ég styrktist í þeirri trú að farsælast væri að fólk fengi sem mest svigrúm til athafna án letjandi afskipta ríkisvaldsins . . . Svigrúm til athafna varð einmitt til þess að við fórum að nýta auðlindir hafsins . . . Þegar takmarka þurfti veiðar var sanngjarnt að þeir, sem höfðu nýtt auðlindina, safnað saman upplýsingum og hætt miklum fjármunum, fengju nýtingarréttinn . Allt eru þetta pottþétt rök hjá björgvini og þá stendur eftir spurningin, sem Morgun­ blað ið hefur reyndar sett fram hvað eftir annað á undanförnum árum en sjómanna- samtökin sýnt ótrúlegt áhugaleysi: Hvers vegna var sjómönnunum ekki úthlutað neinum kvóta? Þeir hættu að vísu ekki fjár- munum en þeir hættu lífi sínu . lifir ríkisstjórnin af? Þegar vinstri stjórn Ólafs jóhannesson-ar var mynduð sumarið 1971 töluðu margir sjálfstæðismenn glaðhlakkalega um það að hún mundi ekki lifa lengi og vísuðu til vinstri stjórnar Hermanns jónassonar 1956–1958 . Mér er minnisstætt að í slíkum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.