Þjóðmál - 01.09.2012, Side 11

Þjóðmál - 01.09.2012, Side 11
10 Þjóðmál haust 2012 IV . Á sínum tíma ritaði ég greinar hér í Þjóð­mál um REI-málið svonefnda . Ég taldi málið skipta sköpum í umræðum um sam krull fésýslumanna og ábyrgðarmanna opin bers fyrirtækis . Ég fagnaði því að sex borg ar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins spyrntu við fæti, sögðu hingað og ekki lengra þótt það þýddi að samstarf þeirra við Fram sókn- ar flokkinn í borgarstjórn splundr aðist og vinstristjórn tæki þar við völdum . Þetta var sárt fyrir þá sjálfstæðismenn sem urðu að lúta í lægra haldi í málinu . Sárindin eiga þátt í því að flokkurinn hefur ekki nýtt sér mál- ið sem skyldi . Þar sannaðist hve veik Sam- fylkingin er gagnvart fésýslumönnum og auð velt er fyrir hana að draga VG með sér . Um tíma sat ég í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og undraðist pukrið hjá þeim sem með völdin fóru og hve erfitt var að afla allra upplýsinga . Hef ég hvorki fyrr né síðar kynnst sambærilegum vinnubrögðum gagnvart þeim sem báru ekki síður ábyrgð á vegferð fyrirtækisins en þeir sem sátu þar í forsæti . Mér sýndist hið sama einkenna alla meðferð REI-málsins þar til það splundraðist á hinn sögulega hátt . Ég tel að enn séu ekki öll kurl komin til grafar í málinu og enn verður ýmsum heitt í hamsi þegar á það er minnst . Meðal þeirra er Guðmundur Þóroddsson sem var forstjóri OR en hann fékk leyfi frá þeim störfum til að sinna rekstri Reykjavik Energy Invest (REI) sem var að mestu í eigu OR . Guðmundur stjórnar nú einkafyrirtæk- inu Reykjavik Geothermal sem rekur starfs stöðvar í fimm löndum og starfar að verk efnum á borð við þau sem REI átti að sinna . Miðvikudaginn 29 . ágúst birtist við- tal við Guðmund í Markaðnum, fylgi b laði Fréttablaðsins . Þar sagði hann meðal annars: REI-málið var náttúrulega fyrst og fremst pólitískur farsi og í mínum huga meira birtingarmynd pólitísks valdatafls í borginni fremur en að það hafi haft eitthvað með REI sem fyrirtæki að gera . Eftir á að hyggja kom hins vegar kannski í ljós í REI-málinu að það getur verið erfitt fyrir opinber félög að starfa við uppbyggingu erlendis, sérstaklega eins og andinn hefur verið á Íslandi . Íslenska leiðin hefur verið sú að opinberir aðilar komi ekki nálægt slíkri starfsemi en það hefur verið öðruvísi í Skandinavíu þar sem mörg umsvifamikil fyrirtæki eru að miklu leyti eða að hluta til í eigu ríkisins . Íslenska leiðin hefur verið að vera með mjög pólitískar stjórnir yfir opinberum fyrirtækjum sem hefur ekki tíðkast í þessum löndum en það hefur gert rekstur slíkra fyrirtækja á Íslandi mjög erfiðan . Um tíma sat ég í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og undraðist pukrið hjá þeim sem með völdin fóru og hve erfitt var að afla allra upplýsinga . Hef ég hvorki fyrr né síðar kynnst sambærilegum vinnubrögðum gagnvart þeim sem báru ekki síður ábyrgð á vegferð fyrirtækisins en þeir sem sátu þar í forsæti . Mér sýndist hið sama einkenna alla meðferð REI-málsins þar til það splundraðist á hinn sögulega hátt . Ég tel að enn séu ekki öll kurl komin til grafar í málinu og enn verður ýmsum heitt í hamsi þegar á það er minnst .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.