Þjóðmál - 01.09.2012, Page 29

Þjóðmál - 01.09.2012, Page 29
28 Þjóðmál haust 2012 Elín Hirst Stétt með stétt — og nokkur grundvallaratriði í stefnu Sjálfstæðisflokksins Nú á árinu 2012 verður manni oft hugsað til þess hvort einstaklingurinn er til fyrir ríkið eða öfugt . Að sjálfsögðu er það þannig að ríkið á að vera fyrir einstaklinginn og laga sig að þörfum hans . Það virðist því miður margir búnir að gleyma því hver er til fyrir hvern . Ef Sjálf- stæðisflokkurinn ætlar að vinna næstu kosningar verður hann að skerpa þessa vitund meðal þjóðarinnar sem er eitt grund- vallaratriðið í stefnu flokksins . Stétt með stétt Annað atriði sem er mér hugleikið og hefur alltaf verið aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins, er að hann er breiðfylking á landsvísu sem á að hafa hagsmuni allra stétta fyrir augum, undir kjörorðinu stétt með stétt, eins og fram kemur í frumstefnuskrá flokksins . Sjálfstæðisflokkurinn er sannarlega ekki lokaður klúbbur fyrir auðmenn heldur flokkur sem sameinar þá sem trúa á einstaklingsframtakið og þá sýn að með því að fá frelsi og svigrúm til afhafna nái menn bestum árangri í lífinu . En frelsinu fylgir líka mikil ábyrgð, því má aldrei gleyma . Þessu þarf Sjálfstæðisflokkurinn að koma skýrt til skila við kjósendur ætli hann að vinna næstu kosningar . Öflugt velferðarkerfi Sjálfstæðisflokkurinn þarf að vera í farar- broddi um að draga úr útþenslu ríkisins á ýmsum sviðum . Þegar ríkið er orðið svona stórt og umfangsmikið sem raun ber vitni og einstaklingar þurfa að vinna fram yfir mitt ár til að uppfylla þarfir hins opinbera þarf að staldra við og hugsa hlutina upp á nýtt . Hver eru mikilvægustu verkefni ríkis ins? Þau eru að tryggja velferð og öryggi einstaklinganna . Með velferð er átt við öflugt atvinnulífi, menntakerfi, heil- brigðiskerfi, að börnum okkar sé veitt vernd og þau fái bestu lífsskilyrði sem hægt er að fá og að það sé tryggt að þeir sem geta ekki séð sér farborða sökum fjölskyldu aðstæðna, veikinda eða örorku geti lifað mann sæm- andi lífi . Því miður er þessu ekki þannig

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.