Þjóðmál - 01.09.2012, Side 31

Þjóðmál - 01.09.2012, Side 31
30 Þjóðmál haust 2012 myndi þýða að við þyrftum að afsala okkur veigamiklum hluta hins dýrmæta fullveldis okkar . Að mínum dómi kemur slíkt ekki til mála . Í öðru lagi hafa atburðir síðustu mánaða í ýmsum Evrópusambandslöndum, sem hafa átt undir högg að sækja, sýnt svo ekki verður um villst að Evrópusambandið er stórveldabandalag, þar sem rödd Íslands myndi drukkna . Hvers vegna ættum við að vilja ganga inn í slíkt bandalag? Sumir segja að svarið sé að því muni fylgja svo mikið hagsæld fyrir íslenskan almenning, lægra matarverð, lægri vextir og svo framvegis . Mín skoðun er sú að við getum tryggt stöðu okkar áfram með svipuðu móti og hingað til, í nánu samstarfi við helstu viðskiptaþjóðir okkar . Fullveldi og full yfirráð yfir eigin málum er að mínu mati það verðmætasta sem við eigum, sem okkur ber skylda til að skila áfram til næstu kynslóða . Tungumál, menning og byggð Stjórnmál eru tæki í höndum manna til að stuðla að meiri lífshamingju ein stakl- ingsins . Lífshamingjan felst þó ekki í góð- um lífskjörum þrátt fyrir að þau skipti þar miklu máli . Sjálfsímynd okkar, sem þjóðar, tungumál og menning, skiptir þar líka miklu . Við verðum að hafa burði til þess sem þjóð að landið okkar haldist í byggð . Það er margbreytileiki mann lífsins og menningarinnar í landinu sem er svo dýrmætur fyrir okkur sem þjóð . Sjálfstæðis- flokkurinn er ekki aðeins flokkur allra stétta heldur líka allra landshluta . Verum sjálfum okkur samkvæm Erum við þjóð sem telur tjáningarfrelsi hornstein þjóðfélags okkar? Ég segi hiklaust já . Erum við framarlega í mann réttinda- málum? Aftur segi ég hiklaust já . Við eigum að sjálfsögðu að halda áfram að vera í forystu á þessum sviðum . Mér hefur því miður þótt Íslendingar vera til bún ir að veita afslátt í þessum efnum í skiptum fyrir mögulegan efnahagslegan ávinn ing . Þetta hefur komið vel fram í málefnum Huangs Nubo, kínverska fjárfestisins sem vill kaupa eða taka á leigu stórjörðina Grímsstaði á Fjöllum . Sjálfstæðisflokkurinn á að taka forystu um að við Íslendingar séum sjálfum okkur samkvæmir í samskiptum við aðrar þjóðir og stöndum fast á grundvallarreglum okkar . Jafnréttismál Að lokum vil ég nefna jafnréttismál, sem eru mér mjög hugleikin, jafnrétti karla og kvenna . Þau mál eru því miður ekki í lagi árið 2012 þótt við viljum telja okkur meðal fremstu þjóða á sviði réttinda mála . Konur fá lægri laun en karlar fyrir sömu störf . Þetta er staðreynd . Afar fáar konur eiga sæti í stjórnum fyrirtækja . Framtíðarsýn okkar verður að vera sú að við búum í þjóð félagi þar sem bæði kynin standa ævinlega jafnt að vígi, hafi jöfn tækifæri og umbuni til samræmis . Hér þarf Sjálfstæðis flokk ur inn að beita sér . V ið verðum að hafa burði til þess sem þjóð að landið okkar haldist í byggð . Það er margbreytileiki mann lífsins og menningarinnar í landinu sem er svo dýrmætur fyrir okkur sem þjóð . Sjálfstæðis flokkurinn er ekki aðeins flokkur allra stétta heldur líka allra landshluta .“

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.