Þjóðmál - 01.09.2012, Page 38

Þjóðmál - 01.09.2012, Page 38
 Þjóðmál haust 2012 37 klerka stjórn taki við . Meðan olían rennur áfalla laust — íslenskt þjóðfélag mundi ekki lifa lengi án olíu á skip og vélar — þá er þegj andi samkomulag um að styðja óbreytt ástand . Egyptaland Egypski kvikmyndaleikar inn Omar Sharif hafði á orði fyrir nokkrum áratugum að ef klerkastjórn múslima tæki við í Egyptalandi yrði það endirinn á Mið-Austurlöndum . Egyptar veltu Hosni Mubarak nýlega úr forsetastóli eftir langa setu, en eiga erfitt með að koma sér saman um nýjan leiðtoga . Vandamál Egypta er nefnilega ekki hvað forsetinn heitir eða lofar að gera, heldur að fólksfjöldinn í landinu nálgast óðum hámarkið sem eyðimörkin getur brauðfætt . Írak Bretar mótuðu útlínur Íraks úr leifum Ottomannaveldisins skömmu eftir lok fyrri heimstyrjaldar . Í landinu búa ósam- stæðir þjóðflokkar hver á sínu landssvæði og vantreysta hver öðrum . Í norðri eru Kúrdar, í miðjunni eru Sunni-múslimar, í suðri eru Shia-múslimar, og síðan má segja að Kúweit sé skorið neðan af landakortinu sem sjálfstætt smáríki, sennilega til að tak- marka aðgang Íraks að hafi . Íran Í ran stefnir í árekstur við Ísrael . Írönsk stjórn völd vilja eignast kjarnorku sprengju sem þá dreymir um að varpa á Tel Aviv . Óvíst er hvort Ísraelsmönnum tekst að fá Bandaríkin til að framkvæma „skítverkið“ fyrir sig, fara í stríð og afvopna Írani, eða hvort Ísraelsmenn þurfa að gera það sjálfir . Ísrael og Palestína Lausn á deilu Ísraelsmanna og Palestínu- manna er alls ekki í sjónmáli og erfitt er að koma auga á lausn sem báðir aðilar geta sætt sig við . Líbía A tlantshafsbandalagið tók þátt í hern aði gegn Gaddafi einræðisherra í Líbíu . Slíkt hefði verið óhugsandi á árum áður . Það mun skýrast á næstu árum hvernig og hversu mikið samstarf nýrra yfirvalda í Líbíu við Atlantshafsbandalagið mun verða . Flestir vona það besta . Rússland R ússland var rætt hér að ofan . Núna er Valdimar Pútin orðinn Rússlands- forseti enn ný . Líklegt er að hann geri eins og Leonid Brésneff gerði á sínum tíma, sitji á vandamálunum eftir fremsta megni og komi þannig í veg fyrir að sjóði upp úr . Pútin er ekki líklegur til að standa fyrir pólitískum stórumbótum eins og Gorbachov P útin er ekki líklegur til að standa fyrir pólitískum stór- umbótum eins og Gorbachov gerði . Pútin virðist ekki annt um að Rússar kynnist of miklu lýðræði — það skal vera styrk ríkisstjórn sem stjórnar fólkinu en ekki öfugt . Rússar munu væntanlega láta reyna á til hins ýtrasta að fá sem mest yfirráð á Norðurheimskautssvæðinu, en skipting hafsvæðisins á þeim slóðum er enn ekki fyllilega ljós .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.