Þjóðmál - 01.09.2012, Side 70

Þjóðmál - 01.09.2012, Side 70
 Þjóðmál haust 2012 69 flokks ins hafa að mati Jakobs ekki brugðist við með nægilega röggsamlegum hætti, heldur hafi þeir í fyrstu verið eins og hræddir hérar og síðan niðurlútir og sakbitnir . Hann telur brýnt að sjálfstæðismenn nái aftur vopnum sínum og í því augnamiði sé mikilvægt að greina á milli tveggja tímabila í síðustu stjórnar tíð Sjálf stæðisflokksins, sem spannaði 18 ár . Annars vegar sé um að ræða tímabilið frá því að flokkurinn tók við völdum ásamt Alþýðuflokknum árið 1991 þangað til að ríkisstjórnarsamstarfið með Framsóknar- flokknum hélt áfram eftir kosningarnar 2003 . Jakob telur mikilvægt að talsmenn Sjálfstæðisflokksins verji árangur flokksins á þessu tímabili með kjafti og klóm: Undir ríkisstjórnarforystu Sjálfstæðis- flokks ins á árunum 1991—2003 varð eitt mesta framfaraskeið í sögu þjóðarinnar . Ís lenskt samfélag tók stakkaskiptum, áratuga langt sjóðasukk var upprætt, dregið var úr valdi stjórnmálamanna í atvinnu - lífi nu, ríkis fyrirtæki voru einka vædd og skattar lækk aðir á fyrirtæki og ein- staklinga . Skikki var komið á stjórn ríkis- fjármála og skuldir ríkis ins voru nánast greiddar upp . Stjórn efna hags mála var til fyrirmyndar miðað við önnur skeið frá því að sjálfstæði var endur heimt, verðbólga var í lágmarki og gengi krón unnar stöðugt . Allt hafði þetta í för með sér fjöl breytt og arðvænlegt atvinnu líf, sem leiddi til um 30% kaupmáttar aukn ingar almennings . Jakob taldi upp nokkur framfaraskref til viðbótar og staðhæfði síðan að það væri fullkomin skrumskæling að kenna þetta tímabil við hrun bankanna . Hann sagðist hins vegar ekki hafa verið sam þykkur áframhaldandi ríkis stjórn ar sam- starfi með Framsóknarflokkn um árið 2003, enda hafi Sjálfstæðisflokkurinn þurft að kaupa það dýru verði að halda því samstarfi áfram — leggja blessun sína yfir skað leg stefnu mál Framsóknarflokksins, sam þykkja að gefa eftir embætti forsætisráðherra og loka augunum fyrir „fjárplógsstarfssemi Finns Ingólfssonar“ . Ekki tók betra við, að mati Jakobs, í ríkisstjórnarsamstarfinu með Sam fylking unni: „Hrunstjórnin var ekki hægri stjórn,“ sagði hann — og bætti við að það væri því ekki verkefni hægrimanna að verja hana . Jakob var myrkorður um Sjálfstæðis flokk- inn síðustu árin fyrir hrun: „Þegar Geir H . Haarde tók við formennsku í flokknum komst til áhrifa innan hans fólk sem virtist sumt helst hafa það á stefnuskránni að vera á móti Davíð Oddssyni .“ Hann segir þetta fólk hafa „stigið trylltan hrunadans með útrásarliðinu“ og „trúað fagurgala hins nýja bóluauðvalds um að allt léki í lyndi, þó að rotnunarþefurinn hafi fyllt vitin“ . Jakob sagði að allt hafi í raun farið úr böndunum: „rík is útgjöld, þjónkun við samstarfsflokk- inn, uppgjöf gagnvart skuldakóng um útrásar .“ Ritstjóri Þjóðmála sagði Sjálfstæðisflokk inn É g vil hægriflokk sem teflir fram fólki sem hægt er að treysta í hvívetna, fólki með báða fætur á jörðinni, sem lætur ekki loft- kastalasmiði rugla sig í ríminu og býr yfir sterkri siðferðiskennd og ríkri ábyrgðar tilfinningu . Traust, ábyrgð, heilbrigð skyn semi, ásamt djúpum skilningi á íslensk um aðstæðum, eru hugrenninga tengslin sem ég vil að fólk tengi ósjálfrátt Sjálf stæðis flokknum .“

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.