Þjóðmál - 01.09.2012, Síða 95

Þjóðmál - 01.09.2012, Síða 95
94 Þjóðmál haust 2012 stofnana ESB . Svið sem ekki eru færð undir ESB eru á forræði aðildarríkjanna . Þá ber stofnunum að virða valdmörk sín við aðgerðir sínar . Þetta eru skýrar reglur á blaði en valda oft ágreiningi í framkvæmd . Þær eiga að sjálfsögðu einnig við á vettvangi EES og reynir oft á túlkun á því hvort regla sem lögfest er innan ESB falli undir EES- samninginn og verði því beitt um sam- starfið á þeim vettvangi . Innan ESB-stjórnkerfisins verða til grá svæði og málsmeðferð á þeim er ill- skiljan leg nema innvígðum . Í bókinni er drepið lauslega á það þegar ráðherraráðið framselur framkvæmdastjórn ESB vald til að setja reglur, þó þannig að ekki má fela henni vald til að taka ákvörðun um „mikilvægustu atriði“ eins og það er orðað . Við þetta framsal er framkvæmdastjórn inni oft gert skylt að hafa samráð við nefndir sem komið er á fót í þessu skyni og setja bókarhöfundar nafn þeirra innan sviga — „Comitology“-nefndir . Um þessar „Comitology“-nefndir, hlut- verk þeirra og þróun, hafa verið rit aðar fræðilegar ritgerðir sem miða að því að upplýsa um verkefni þeirra og starfs hætti . Nefndirnar eru afsprengi hinna ólýðræðis- legu stjórnarhátta sem þróast hafa undir merkjum ESB . Í bókinni er störfum og starfsháttum þessara nefnda ekki lýst og þeirra er ekki getið í skrá aftast í bók inni þar sem kynnt eru heiti og skamm stafanir á íslensku og ekki er heldur gerð tilraun til að íslenska orðið „Comitology“ sem þó hefði verið æskilegt . Seint næst líklega samkomulag um hvernig íslenska eigi öll orð sem lýsa starfs- háttum innan ESB . Í þessari bók er orðið „viðstuðningsreglan“ notað um „principle of subsidiarity“ . Þessi regla kom til sög- unnar með Maastricht-sáttmálanum . Í bók inni segir (bls . 81): Samkvæmt reglunni skal sambandið aðeins taka ákvörðun á sviðum sem falla utan „algjörs valds“ (eða „fullra valdheimilda“) þess, þegar og að því marki sem aðildarríkin (hvort sem er á vettvangi miðlægrar stjórnsýslu ríkisins, héraða eða sveitarstjórna) geta ekki, svo að fullnægjandi sé, náð þeim markmiðum sem að er stefnt, en þessum markmiðum verði frekar og betur náð á vettvangi sambandsins vegna umfangs eða áhrifa hinnar áætluðu gerðar . Eins og af þessu orðalagi má ráða hlýtur reglan að kalla á mörg álitaefni við túlkun en kjarni hennar er að athafnir ESB eiga því aðeins að koma til að aðildarríkin geti ekki, ein síns liðs, leyst tiltekið verkefni . „Viðstuðningur (reglan um nálægð)“ heitir kafli bókarinnar þar sem um þessa reglu er fjallað . Ég hef kallað þetta fyrir- brigði „nálægðarregluna“ með það í huga að valdið skuli vera í höndum þess stjórn- valds sem stendur næst þeim sem þarf að sæta ákvörðuninni . Í bókinni er reglan rakin til þjóð félags- kenningar kaþólsku kirkjunnar og þaðan til Aristótelesar auk þess sem hennar gæti í stjórnspeki Tómasar af Akvínó . Rauði þráðurinn er sagður sá að stjórnmála vald sé réttlætanlegt að því marki sem það er nauðsynlegt til að gæta almanna heilla . Ekki eigi að setja einstakling um reglur nema að því marki sem það sé nauð synlegt með hliðsjón af hagsmunum þeirra . Þá segir: Orðið „viðstuðningur“ skírskotar til þess að veita hjálp, vera til vara, vera viðbúinn líkt og erlenda orðið „sub- sidiarity“ . Ákvörðun skal taka eins nærri þeim sem hún snertir og unnt er og því er hún stundum kennd við nánd eða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.