Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 45

Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 45
44 Þjóðmál voR 2013 felst í því að hann situr uppi með að hafa fjármagnað sig með útgáfu verðtryggðra skuldabréfa sem ekki eru uppgreiðanleg . Útlán hans eru hins vegar uppgreiðanleg . Vanskil hafa aukist frá hruni og sjóðurinn tekið yfir um 2000 fasteignir . Þessi vandi Íbúðalánasjóðs mun vissulega ekki minnka við það að útlán hans breytist í óverðtryggð lán, en það er heldur ekki víst að hann versni við afnám verðtryggingar . Sjóðurinn hefur þegar aflað sér heimilda til að veita óverðtryggð lán og leigja út eignir sínar . Niðurstaða Tilgangur þessara skrifa er að koma með málefnalegt innlegg í umræðuna um kosti þess og galla að afnema verðtryggingu á neytenda- og íbúðalánum og skoða hvernig afnámið færi fram . Skoðun mín er eindregið sú að afnám verðtryggingar sé nauðsynlegur áfangi til að lækka vexti, draga úr verðbólgu og bæta möguleika hagkerfisins á að jafna sig eftir áföll í framtíðinni . Afnám verðtryggingar getur tekið skamman tíma, ef hvötum verður rétt stillt upp . Icesave-málið og Katrín Jakobsdóttir Það er eins og fjölmiðlamönnum þyki óviðeigandi að sýna sumum stjórnmálamönnum eðlilegt aðhald . Hversu hátt sem þeir klífa metorðastigann þá skuli þeir alltaf meðhöndlaðir eins og sakleysingjar sem ekki komi til greina að þurfi að svara fyrir nokkuð né bera ábyrgð á neinu sem gert er . Í vikunni var Katrín Jakobsdóttir, ráðherra og formaður Vinstrigrænna, á svonefndri „beinni línu“ hjá DV . Þar geta lesendur sent inn spurningar og gesturinn svarar svo einhverjum hluta af þeim . Lesandi spurði Katrínu Jakobsdóttur spurninganna: „Var rétt hjá þér að segja já við Svavarssamningnum og mundirðu segja já aftur undir sömu kringumstæðum?“ Og menntamálaráðherra og nýr formaður annars stjórn arflokksins svarar: Á sínum tíma voru ekki forsendur til að fara með Icesave-málið fyrir dóm . Þess vegna var farin sú leið að leita samninga og það var gert þrisvar sinnum enda voru mótaðilarnir ekki reiðubúnir að fara með málið fyrir dóm . Þegar það lá fyrir að ekki gekk að ná samningum féllust þeir fyrst á að fara fyrir dóm og þá niðurstöðu þekkjum við nú og fögnum henni öll . Hins vegar var ókleift að fara fyrir dómstól á sínum tíma og því má segja að tíminn og samningarnir sem voru gerðir hafi að einhverju leyti hjálpað málinu áfram . En það er margt hægt að læra af þessu máli . Enginn fjölmiðill fjallar um þetta svar ráðherrans . Katrín segir fullum fetum að ekki hafi verið hægt að „fara með Icesave-málið fyrir dóm“ af því að mótaðilarnir hafi ekki verið reiðubúnir til þess . En þegar ekki hafi gengið að ná samningum, hafi þeir hins vegar fallist á að fara fyrir dóm . Hvenær féllust „mótaðilarnir“ á að „fara með málið fyrir dóm“? Heldur Katrín Jakobsdóttir að Íslendingar, Bretar og Hollendingar hafi bara einn daginn ákveðið að „fara með málið fyrir dóm“? Kom dómsmálið ekki einfaldlega til af því að ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, stefndi Íslandi fyrir EFTA-dómstólinn? Og að Evrópusambandið stefndi sér síðan inn í málið til að leggjast á sveifina gegn Íslandi? Bretar og Hollendingar voru engir aðilar að málinu . Ísland átti ekkert frumkvæði að þessum málaferlum . Af hverju segir ráðherrann að „mótaðilarnir“ hafi fall- ist á að fara fyrir dóm? Hvaða mótaðilar féllust á það og hvenær? Hvers vegna segir enginn fjölmiðill frá þessum skilningi menntamálaráðhera og nýkjörins flokks for- manns? Ætli þeir væru jafn þögulir ef einhver annar flokks formaður talaði svona? Hvers vegna spyr enginn fjöl mið ill ráðherrann hvenær mótaðilarnir, Bretar og Hollend ingar, hafi fallist á að fara með málið fyrir dóm . Og fallist á kröfu hvers um það? Það er ekki eins og hér tali einhver, sem ekki ætti að vita um hvað hún talar . Hér talar ráðherra og flokksformaður . Og málið er nú bara Icesave og dómur EFTA-dómstólsins . Ef ráðherra þekkir ekki þessi grundvallaratriði eftir fjög- urra ára setu í ríkisstjórn, hvernig er hann heima í öðrum málum? Fyrir utan allt hitt í svari ráðherrans . Íslendingar þurftu ekkert að koma Icesave-málinu fyrir dóm . Málið snerist um það að Bretar og Hollendingar töldu sig eiga fjárkröfu á hendur Íslendingum og því var það auðvitað þeirra mál að stefna Íslendingum til greiðslu, ef þeir vildu . Íslending- ar gátu ekki „farið með málið fyrir dóm“ og höfðu enga ástæðu til . Ekki voru þeir að gera fjárkröfur á hendur Hollend ingum . Það var ekkert vandamál Íslendinga að „fara með málið fyrir dóm“ . Það eru þeir, sem gera kröfur, sem hafa ástæðu til slíks . Vefþjóðviljinn á andriki.is, 8 . mars 2013 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.