Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 79

Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 79
78 Þjóðmál voR 2013 Samkvæmt 27 . grein laga um húsnæðismál nr . 44/1998 skal Fjármálaeftirlitið hafa eftirlit með starfsemi sjóðsins, sbr: Fjármálaeftirlitið skal hafa eftirlit með því að starfsemi Íbúðalánasjóðs sé í samræmi við ákvæði laga þessara og reglugerða settra samkvæmt þeim . Um eftirlitið fer samkvæmt ákvæðum laga um opinbert eftirlit með fjár- málastarfsemi eftir því sem við á . Í ársreikningi Íbúðalánasjóðs fyrir árið 2007 er fjallað um þær tegundir áhættu sem Íbúðalánasjóður stendur frammi fyrir í rekstri sínum . Lykilatriði í daglegri stjórn sjóðsins er að draga úr þeim áhættum sem hann stendur frammi fyrir og tengdar eru fjáreignum og fjárskuldum . Eftirfarandi eru þær áhættur sem sjóðurinn býr einkum við og máli skipta: Útlánaáhætta• Lausafjáráhætta• Vaxtaáhætta• Útlánaáhætta sjóðsins hefur verið frekar lítil á liðnum árum, allt fram til ársins 2008 . Framlag í afskriftarreikning útlána, sem er fært til gjalda á ársreikningum sjóðsins, frá 2004 til 2009, má sjá 1 . töflu (ársreikn ing ar Íbúðalánasjóðs) . Skýrsla Ríkisendurskoðunar, útgefin í nóv- ember 2005, fjallar um starfsemi Íbúða lána- sjóðs, í tilefni af lánveitingum sjóðsins til fjár málastofnana í kjölfar þess að bankar og spari sjóðir hófu skipu lega samkeppni á íbúða- lánamarkaði (Íbúðalánasjóður, 2005b) . Í skýrslunni segir um útlánatöp: Til fróðleiks í þessu sambandi má geta þess að útlánatap Íbúðalánasjóðs af almennum veðlánum sjóðsins frá 1999–2003 nam að meðaltali um 0,05% . Á síðasta ári nam útlánatap hans einungis 0,015% . Þessar tölur eru í samræmi við sambærilegar tölur frá Bandaríkjunum og frá Norðurlöndunum . Af Ár Framlag í afskrift ar reikning útlána, í þús . kr . Hlutfall af heildareignum í árslok 2002 747 .881 0,19% 2003 936 .884 0,20% 2004 754 .890 0,15% 2005 394 .159 0,08% 2006 83 .208 0,02% 2007 295 .227 0,05% 2008 8 .682 .839 1,20% 2009 5 .035 .314 0,63% 1 . tafla . Virðisrýrnun eigna Íbúðalánasjóðs . framansögðu má ráða að lán með tryggu veði í íbúðarhúsnæði eru einhver öruggustu lán, sem veitt eru, og sem slík því mjög áhugaverð fyrir lánastofnanir .“ (Bls . 13 .) Hér er algerlega horft fram hjá því að á þessum tíma hefur myndast „eignabóla“ þar sem raunverð á íbúðarhúsnæði hefur farið fram úr öllum fyrri eignabólum, sbr . 2 . og 3 . mynd . Í kjölfar eignabóla verða alltaf mikil afföll á eignum fjármálafyrirtækja og í raun ein tegund áhættustýringar að fylgjast með „eignabólum“ . Bankar og sparisjóðir hefja „samkeppni“ við Íbúðalánasjóð Í ágústmánuði 2004 hófu bankar og sparisjóðir skipulega samkeppni við Íbúðalánasjóð . Helstu samkeppnistæki banka og sparisjóða á íbúðalánamarkaði voru: 1 . Vextir, sem voru lægri en útlánavextir Íbúða lánasjóðs 2 . Hátt lánshlutfall 3 . Ekkert hámark lánsfjárhæðar 4 . Innlánsviðskipti lántaka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.