Þjóðmál - 01.03.2013, Page 79

Þjóðmál - 01.03.2013, Page 79
78 Þjóðmál voR 2013 Samkvæmt 27 . grein laga um húsnæðismál nr . 44/1998 skal Fjármálaeftirlitið hafa eftirlit með starfsemi sjóðsins, sbr: Fjármálaeftirlitið skal hafa eftirlit með því að starfsemi Íbúðalánasjóðs sé í samræmi við ákvæði laga þessara og reglugerða settra samkvæmt þeim . Um eftirlitið fer samkvæmt ákvæðum laga um opinbert eftirlit með fjár- málastarfsemi eftir því sem við á . Í ársreikningi Íbúðalánasjóðs fyrir árið 2007 er fjallað um þær tegundir áhættu sem Íbúðalánasjóður stendur frammi fyrir í rekstri sínum . Lykilatriði í daglegri stjórn sjóðsins er að draga úr þeim áhættum sem hann stendur frammi fyrir og tengdar eru fjáreignum og fjárskuldum . Eftirfarandi eru þær áhættur sem sjóðurinn býr einkum við og máli skipta: Útlánaáhætta• Lausafjáráhætta• Vaxtaáhætta• Útlánaáhætta sjóðsins hefur verið frekar lítil á liðnum árum, allt fram til ársins 2008 . Framlag í afskriftarreikning útlána, sem er fært til gjalda á ársreikningum sjóðsins, frá 2004 til 2009, má sjá 1 . töflu (ársreikn ing ar Íbúðalánasjóðs) . Skýrsla Ríkisendurskoðunar, útgefin í nóv- ember 2005, fjallar um starfsemi Íbúða lána- sjóðs, í tilefni af lánveitingum sjóðsins til fjár málastofnana í kjölfar þess að bankar og spari sjóðir hófu skipu lega samkeppni á íbúða- lánamarkaði (Íbúðalánasjóður, 2005b) . Í skýrslunni segir um útlánatöp: Til fróðleiks í þessu sambandi má geta þess að útlánatap Íbúðalánasjóðs af almennum veðlánum sjóðsins frá 1999–2003 nam að meðaltali um 0,05% . Á síðasta ári nam útlánatap hans einungis 0,015% . Þessar tölur eru í samræmi við sambærilegar tölur frá Bandaríkjunum og frá Norðurlöndunum . Af Ár Framlag í afskrift ar reikning útlána, í þús . kr . Hlutfall af heildareignum í árslok 2002 747 .881 0,19% 2003 936 .884 0,20% 2004 754 .890 0,15% 2005 394 .159 0,08% 2006 83 .208 0,02% 2007 295 .227 0,05% 2008 8 .682 .839 1,20% 2009 5 .035 .314 0,63% 1 . tafla . Virðisrýrnun eigna Íbúðalánasjóðs . framansögðu má ráða að lán með tryggu veði í íbúðarhúsnæði eru einhver öruggustu lán, sem veitt eru, og sem slík því mjög áhugaverð fyrir lánastofnanir .“ (Bls . 13 .) Hér er algerlega horft fram hjá því að á þessum tíma hefur myndast „eignabóla“ þar sem raunverð á íbúðarhúsnæði hefur farið fram úr öllum fyrri eignabólum, sbr . 2 . og 3 . mynd . Í kjölfar eignabóla verða alltaf mikil afföll á eignum fjármálafyrirtækja og í raun ein tegund áhættustýringar að fylgjast með „eignabólum“ . Bankar og sparisjóðir hefja „samkeppni“ við Íbúðalánasjóð Í ágústmánuði 2004 hófu bankar og sparisjóðir skipulega samkeppni við Íbúðalánasjóð . Helstu samkeppnistæki banka og sparisjóða á íbúðalánamarkaði voru: 1 . Vextir, sem voru lægri en útlánavextir Íbúða lánasjóðs 2 . Hátt lánshlutfall 3 . Ekkert hámark lánsfjárhæðar 4 . Innlánsviðskipti lántaka

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.