Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 83

Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 83
82 Þjóðmál voR 2013 er m .a . girt fyrir að viðkomandi lán hafi í för með sér eiginfj árbindingu hjá fjármálastofnunum á samn ingstímanum . Veð hefur því ekki verið tekið í hinum undirliggjandi skuldabréfum með formlegum hætti .“ (Íbúðalánasjóður, 2005b, bls . 12 .) Hæpið er að frágangurinn í lánasamn ingn- um haldi sem veðsetning gagnvart þriðja aðila, þó svo að skilanefndir hinna föllnu banka hafi fallist á að afhenda Íbúða lána- sjóði hin undirliggjandi skuldabréf í upp- gjöri á þessum lánasamningum . Á sama tíma eru færð til gjalda verulega auk in framlög í afskriftarreikning útlána Íbúða lána sjóðs . Í viðauka með lánasamningunum eru til- greind þau skilyrði, sem hin undir liggjandi veðskuldabréf verða að uppfylla, en þau eru þessi (Íbúðalánasjóður, 2005b, bls . 11): Skuldabréfin skulu tryggð með 1 . veðrétti • í íbúðarhúsnæði . Veðhlutfall má ekki vera hærra en 80% af • markaðsverði . Lánið skal bundið vísitölu neysluverðs .• Skuldabréfin skulu bera 4,15% eða • 4,20% vexti . Skuldara ber að uppfylla skilyrði • lánastofnunar um viðskipti . Hvert skuldabréf má ekki vera hærra en • 25 milljónir . Til samanburðar má geta þess að há- markslán Íbúðalánasjóðs á þessum tíma voru 14,9 milljónir en hækkuðu í 15,9 milljónir þann 12 . apríl 2005 (Félags- og tryggingamálaráðuneytið, 2005) . Ekki verður betur séð en að með framkvæmd þessari sé verið að fara á svig við útlánahá- mark samkvæmt reglugerðum . Ekki verður betur séð en Íbúðalánasjóður hafi að hluta til fjármagnað uppgreiðslur á eigin lánum með þessum „lánveitingum“ og að nokkru skapað eigin vanda . Allar innlánsstofnanir voru aðilar að slíkum lánasamningum, að Kaupþingi banka hf . undanskildum . Sigurjón Þ . Árnason fjallaði um aðkomu viðskiptabankanna að húsnæðislánum hjá Rannsóknarnefnd um fall bankanna . Eftir- farandi kemur fram í skýrslunni: Þegar bankarnir komu inn á húsnæðis- markaðinn hækkaði húsnæðisverð ört og hægt var að lána einstaklingum og fjöl skyldum mun hærri upphæðir . Sigurjón Þ . Árnason, banka stjóri Landsbanka, segir að húsnæðislán bankanna hafi verið „tómt rugl“ . Lánin voru á of lágum vöxtum fyrir bankana og hann sá ekki hvernig þetta ætti að vera gerlegt: „En hvað áttirðu að gera? Þegar kerfið er hannað þannig að ef þú ferð í viðskipti þá ertu læstur næstu 40 ár . Hvað áttu að gera? Og þú bara ferð út í vitleysuna líka . Og ég var alltaf hissa á að Moody‘s sögðu ekki við menn: Eruð þið klikkaðir? Ég var alltaf að vona að þeir mundu setja eitthvert vit í galskapinn .“(Páll Hreinsson, Sigríður Benediktsdóttir og Tryggvi Gunnarsson, 2010, bls . 64 .) Áhrif á íbúðamarkað Til að rannsaka verðbreytingar á íbúða-markaði er rétt að skoða gögn frá Fasteignaskrá (Þjóðskrá Íslands, e .d .) . Sam- kvæmt þessari verðskrá og eldri gögnum frá Þjóðhagsstofnun var verð á íbúðarhúsnæði í Reykjavík tiltölulega stöðugt frá 1980 til 1990 en þó var verðhækkun í kjölfar kerfis breytinga á árunum 1983–84 (Þjóð- hags stofn un, 2001) . Með því að skoða verð breyt ingar frá 1997 og setja verðið 100 í janúar 1997 sjást verðbreytingar eftir að verð hefur verið leiðrétt með vísitölu neysluverðs án húsnæðis til að fá „raun- verð“ . Þegar íbúðaverð náði hæstum hæðum hafði íbúðaverð hækkað um 150–170% umfram almennt verðlag . Á myndunum sést að íbúðaverð nær hæstu hæðum (raunverð) í október 2007 en lækkaði fram í júní 2010 í svipað og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.