Þjóðmál - 01.03.2013, Page 83

Þjóðmál - 01.03.2013, Page 83
82 Þjóðmál voR 2013 er m .a . girt fyrir að viðkomandi lán hafi í för með sér eiginfj árbindingu hjá fjármálastofnunum á samn ingstímanum . Veð hefur því ekki verið tekið í hinum undirliggjandi skuldabréfum með formlegum hætti .“ (Íbúðalánasjóður, 2005b, bls . 12 .) Hæpið er að frágangurinn í lánasamn ingn- um haldi sem veðsetning gagnvart þriðja aðila, þó svo að skilanefndir hinna föllnu banka hafi fallist á að afhenda Íbúða lána- sjóði hin undirliggjandi skuldabréf í upp- gjöri á þessum lánasamningum . Á sama tíma eru færð til gjalda verulega auk in framlög í afskriftarreikning útlána Íbúða lána sjóðs . Í viðauka með lánasamningunum eru til- greind þau skilyrði, sem hin undir liggjandi veðskuldabréf verða að uppfylla, en þau eru þessi (Íbúðalánasjóður, 2005b, bls . 11): Skuldabréfin skulu tryggð með 1 . veðrétti • í íbúðarhúsnæði . Veðhlutfall má ekki vera hærra en 80% af • markaðsverði . Lánið skal bundið vísitölu neysluverðs .• Skuldabréfin skulu bera 4,15% eða • 4,20% vexti . Skuldara ber að uppfylla skilyrði • lánastofnunar um viðskipti . Hvert skuldabréf má ekki vera hærra en • 25 milljónir . Til samanburðar má geta þess að há- markslán Íbúðalánasjóðs á þessum tíma voru 14,9 milljónir en hækkuðu í 15,9 milljónir þann 12 . apríl 2005 (Félags- og tryggingamálaráðuneytið, 2005) . Ekki verður betur séð en að með framkvæmd þessari sé verið að fara á svig við útlánahá- mark samkvæmt reglugerðum . Ekki verður betur séð en Íbúðalánasjóður hafi að hluta til fjármagnað uppgreiðslur á eigin lánum með þessum „lánveitingum“ og að nokkru skapað eigin vanda . Allar innlánsstofnanir voru aðilar að slíkum lánasamningum, að Kaupþingi banka hf . undanskildum . Sigurjón Þ . Árnason fjallaði um aðkomu viðskiptabankanna að húsnæðislánum hjá Rannsóknarnefnd um fall bankanna . Eftir- farandi kemur fram í skýrslunni: Þegar bankarnir komu inn á húsnæðis- markaðinn hækkaði húsnæðisverð ört og hægt var að lána einstaklingum og fjöl skyldum mun hærri upphæðir . Sigurjón Þ . Árnason, banka stjóri Landsbanka, segir að húsnæðislán bankanna hafi verið „tómt rugl“ . Lánin voru á of lágum vöxtum fyrir bankana og hann sá ekki hvernig þetta ætti að vera gerlegt: „En hvað áttirðu að gera? Þegar kerfið er hannað þannig að ef þú ferð í viðskipti þá ertu læstur næstu 40 ár . Hvað áttu að gera? Og þú bara ferð út í vitleysuna líka . Og ég var alltaf hissa á að Moody‘s sögðu ekki við menn: Eruð þið klikkaðir? Ég var alltaf að vona að þeir mundu setja eitthvert vit í galskapinn .“(Páll Hreinsson, Sigríður Benediktsdóttir og Tryggvi Gunnarsson, 2010, bls . 64 .) Áhrif á íbúðamarkað Til að rannsaka verðbreytingar á íbúða-markaði er rétt að skoða gögn frá Fasteignaskrá (Þjóðskrá Íslands, e .d .) . Sam- kvæmt þessari verðskrá og eldri gögnum frá Þjóðhagsstofnun var verð á íbúðarhúsnæði í Reykjavík tiltölulega stöðugt frá 1980 til 1990 en þó var verðhækkun í kjölfar kerfis breytinga á árunum 1983–84 (Þjóð- hags stofn un, 2001) . Með því að skoða verð breyt ingar frá 1997 og setja verðið 100 í janúar 1997 sjást verðbreytingar eftir að verð hefur verið leiðrétt með vísitölu neysluverðs án húsnæðis til að fá „raun- verð“ . Þegar íbúðaverð náði hæstum hæðum hafði íbúðaverð hækkað um 150–170% umfram almennt verðlag . Á myndunum sést að íbúðaverð nær hæstu hæðum (raunverð) í október 2007 en lækkaði fram í júní 2010 í svipað og

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.