Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 88

Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 88
 Þjóðmál voR 2013 87 veiti lán til íbúðarkaupa fyrir milligöngu fjármála fyrirtækja sem fela í sér meiri áhættu en almenn lán sjóðsins til íbúðarkaupa . Fjárhæðir íbúðalána, sem liggja að baki lánasamningum við fjár- mála fyrirtæki, eru að auki hærri en heimildir sjóðsins til almennra íbúða- lána . Með lánveitingunum er því farið með ólög mæt um hætti í kringum laga- heimildir sjóðsins til íbúðalána . Endurlán ríkisstofnunar til tiltekinna • fjár málafyrirtækja á fjármunum sem hún hefur aflað í skjóli ríkisábyrgðar á skuld- bindingum er ólögmætur ríkisstyrkur sem fer í bága við skuld bindingar íslenska ríkisins skv . EES-samningnum . Engin rök, hvorki félagsleg né önnur, styðja slíkar lánveitingar til tiltekinna fjármálafyrirtækja á samkeppnismarkaði . Ekki er unnt að fallast á þá skoðun að líta beri á uppgreiðslufé íbúðalána með öðrum hætti en upphaflegar lántökur sjóðsins . Uppruni fjárins er sá sami og þess aflað af Íbúða lánasjóði á grundvelli ríkisábyrgðarinnar . Viðkoma peninganna hjá lántökum breytir því ekki að þeirra er aflað á betri kjörum en aðrir aðilar eiga almennt kost á . Endur lán Íbúðalánasjóðs til fjármálafyrirtækja á fé sem aflað er með ríkisábyrgð felur í sér samkeppnislega hindrun fyrir önnur fjármálafyrirtæki og lánastofnanir sem ekki er unnt að réttlæta með tilvísun til almennra hagsmuna . Hindrun af þessum toga brýtur því í bága við skyldur Íslands samkvæmt EES-samningnum um staðfesturétt, þjónustufrelsi og frjálst flæði fjármagns . (Íbúðalánasjóður, 2005b .) Niðurstöður Ígrein þessari er farið yfir ferli sem hefst þegar bankar og sparisjóðir hefja samkeppni á fjármálamarkaði um fasteignalán vegna íbúðakaupa ein staklinga . Íbúða lánasjóður, sem hafði verið nánast ein ráður á þessum markaði, stóð frammi fyrir miklum vanda vegna uppgreiðslu lána án þess að geta greitt af eigin lánum . Niðurstaðan er sú að stjórnendur sjóðsins ofmáttu mátt og áhrif áhættustýringar þar sem öll skynsemi virðist hafa horfið . Í ferlinu virðist sem stjórnendur sjóðs- ins telji að hlutverk sitt hafi verið að ætla sjóðnum nýtt hlutverk og til þess er notuð „áhættustýring“ með ofuráherslu og rörsýn á vaxtaáhættuna, sem sjóðurinn stóð frammi fyrir, en litið algerlega fram hjá greiðslu fallsáhættu (default risk) á tímum „eignabólu“, þar sem fasteignaverð hafði hækkað um 60% og átti eftir að hækka um önnur 60% . Þessar upplýsingar lágu fyrir og voru öllum aðgengilegar, og grundvöllur að mati á greiðslufallsáhættu í fasteigna- lánaviðskiptum . Það að kalla fjárbindingu til 40 ára með „einskiptisaðgerð“, sem lána samningar við banka og sparisjóðir voru kallaðir er af- bökun á lausa fjár stýringu, sem eðli máls ins samkvæmt getur aðeins miðast við skamman binditíma . Lausafjárstýring hlýtur því að miðast við að laust fé sé aðeins bundið til 1 árs, og þá aðeins í auðseljanlegum verðbréfum, ellegar á reikningum hjá Seðlabanka, sér í lagi þegar í hlut á stofnun sem að lögum hefur mjög afmarkað hlutverk eins og Íbúðalána sjóður . Heimildir EFTA . (2004) . EFTA surveillance authority decision nr. 213/04/COL . Sótt þann 18 . ágúst 2010 af www. eftasurv.int/?1=1&showLinkID=7678&1=1. EFTA Court . (2006) . Judgement of the court 7 april 2006 in case E-9/04 . Sótt þann 19 . ágúst 2010 af http://www .eftacourt .int/images/uploads/E-9-04_ Judgment .pdf . Félags- og tryggingamálaráðuneytið . (2005) . Hámarkslán Íbúðarlánasjóðs hækkar . Sótt þann 8 . september 2010 af http://www .felagsmalaraduneyti . is/frettir/frettatilkynningar/2005/04/12/nr/1876 . Íbúðalánasjóður . (2004) . Árshlutauppgjör Íbúðalánasjóðs 30. júní 2004 . Sótt þann 18 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.