Þjóðmál - 01.03.2013, Side 88

Þjóðmál - 01.03.2013, Side 88
 Þjóðmál voR 2013 87 veiti lán til íbúðarkaupa fyrir milligöngu fjármála fyrirtækja sem fela í sér meiri áhættu en almenn lán sjóðsins til íbúðarkaupa . Fjárhæðir íbúðalána, sem liggja að baki lánasamningum við fjár- mála fyrirtæki, eru að auki hærri en heimildir sjóðsins til almennra íbúða- lána . Með lánveitingunum er því farið með ólög mæt um hætti í kringum laga- heimildir sjóðsins til íbúðalána . Endurlán ríkisstofnunar til tiltekinna • fjár málafyrirtækja á fjármunum sem hún hefur aflað í skjóli ríkisábyrgðar á skuld- bindingum er ólögmætur ríkisstyrkur sem fer í bága við skuld bindingar íslenska ríkisins skv . EES-samningnum . Engin rök, hvorki félagsleg né önnur, styðja slíkar lánveitingar til tiltekinna fjármálafyrirtækja á samkeppnismarkaði . Ekki er unnt að fallast á þá skoðun að líta beri á uppgreiðslufé íbúðalána með öðrum hætti en upphaflegar lántökur sjóðsins . Uppruni fjárins er sá sami og þess aflað af Íbúða lánasjóði á grundvelli ríkisábyrgðarinnar . Viðkoma peninganna hjá lántökum breytir því ekki að þeirra er aflað á betri kjörum en aðrir aðilar eiga almennt kost á . Endur lán Íbúðalánasjóðs til fjármálafyrirtækja á fé sem aflað er með ríkisábyrgð felur í sér samkeppnislega hindrun fyrir önnur fjármálafyrirtæki og lánastofnanir sem ekki er unnt að réttlæta með tilvísun til almennra hagsmuna . Hindrun af þessum toga brýtur því í bága við skyldur Íslands samkvæmt EES-samningnum um staðfesturétt, þjónustufrelsi og frjálst flæði fjármagns . (Íbúðalánasjóður, 2005b .) Niðurstöður Ígrein þessari er farið yfir ferli sem hefst þegar bankar og sparisjóðir hefja samkeppni á fjármálamarkaði um fasteignalán vegna íbúðakaupa ein staklinga . Íbúða lánasjóður, sem hafði verið nánast ein ráður á þessum markaði, stóð frammi fyrir miklum vanda vegna uppgreiðslu lána án þess að geta greitt af eigin lánum . Niðurstaðan er sú að stjórnendur sjóðsins ofmáttu mátt og áhrif áhættustýringar þar sem öll skynsemi virðist hafa horfið . Í ferlinu virðist sem stjórnendur sjóðs- ins telji að hlutverk sitt hafi verið að ætla sjóðnum nýtt hlutverk og til þess er notuð „áhættustýring“ með ofuráherslu og rörsýn á vaxtaáhættuna, sem sjóðurinn stóð frammi fyrir, en litið algerlega fram hjá greiðslu fallsáhættu (default risk) á tímum „eignabólu“, þar sem fasteignaverð hafði hækkað um 60% og átti eftir að hækka um önnur 60% . Þessar upplýsingar lágu fyrir og voru öllum aðgengilegar, og grundvöllur að mati á greiðslufallsáhættu í fasteigna- lánaviðskiptum . Það að kalla fjárbindingu til 40 ára með „einskiptisaðgerð“, sem lána samningar við banka og sparisjóðir voru kallaðir er af- bökun á lausa fjár stýringu, sem eðli máls ins samkvæmt getur aðeins miðast við skamman binditíma . Lausafjárstýring hlýtur því að miðast við að laust fé sé aðeins bundið til 1 árs, og þá aðeins í auðseljanlegum verðbréfum, ellegar á reikningum hjá Seðlabanka, sér í lagi þegar í hlut á stofnun sem að lögum hefur mjög afmarkað hlutverk eins og Íbúðalána sjóður . Heimildir EFTA . (2004) . EFTA surveillance authority decision nr. 213/04/COL . Sótt þann 18 . ágúst 2010 af www. eftasurv.int/?1=1&showLinkID=7678&1=1. EFTA Court . (2006) . Judgement of the court 7 april 2006 in case E-9/04 . Sótt þann 19 . ágúst 2010 af http://www .eftacourt .int/images/uploads/E-9-04_ Judgment .pdf . Félags- og tryggingamálaráðuneytið . (2005) . Hámarkslán Íbúðarlánasjóðs hækkar . Sótt þann 8 . september 2010 af http://www .felagsmalaraduneyti . is/frettir/frettatilkynningar/2005/04/12/nr/1876 . Íbúðalánasjóður . (2004) . Árshlutauppgjör Íbúðalánasjóðs 30. júní 2004 . Sótt þann 18 .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.