Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 23

Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 23
22 Þjóðmál voR 2013 Sjálfur hyggst ég ekki reyna að sanna, að boðskapur frjálshyggjumanna sé æski- legur . Ég minni aðeins á, að menn búa yfir þremur ráðum, þegar þeir girnast eitthvað, sem náungar þeirra eiga eða ráða yfir: fortölum, ofbeldi eða kaupum . Fortölur eiga við í fámennum hópi, þar sem menn þekkjast og treysta hver öðrum . Því er það, að valið í fjölmennari hópi, svo að ekki sé talað um heimsbyggðina alla, hlýtur að vera um ofbeldi eða kaup, sverð eða verð . Annaðhvort neyðir maður náunga sinn til að láta eitthvað af hendi eða greiðir honum fyrir það verð, sem báðir sætta sig við . Kerfi frjálsra viðskipta er um leið kerfi sjálfsprottinnar samvinnu í stað valdboðinnar . Því fer þess vegna fjarri, að það sé siðlaust eða jafnvel ómannúðlegt . Frjálshyggja felur ekki heldur í sér aðdáun á ágirnd, sem er ein af dauðasyndunum sjö í kristnum sið . Ágirnd er áreitni, ásælni, löngun manns í það, sem honum ber ekki . Jafnframt því sem frjálshyggjumenn hafna henni, gangast þeir hiklaust við sjálfselsku sem mikilvægu afli í mannlífinu, enda hljóta menn að mega elska sjálfa sig eins og náunga sína . Munurinn á ágirnd og sjálfselsku er eins og munurinn á fíkn og nautn . Sjálfselskan er umhyggja manna fyrir sér og sínum, sjálfsbjargarhvöt, ávinningsvon . Og máli skiptir, hvaða sjálf menn elska . Séra Arnljótur Ólafsson sagði í fyrsta íslenska hagfræðiritinu (1880): „Aðgætanda er, að sjálfselskan er meginafl mannsins og að mennirnir eru engan veginn misgóðir eftir því, hve mjög þeir elska sjálfa sig, heldur eftir hinu, hvað þeir elska hjá sjálfum sér og í sínum kjörum .“ Sjálfið býr síðan ekki aðeins inni í manninum, heldur getur hann fært það út til annarra . Sú móðir, sem hlúir að barni sínu, hefur fært sjálf sitt út til þess . Móðurást hennar er annað og meira en náungakærleikur, eins og náungakærleikur er annað og meira en matarást . Þótt kennt sé í kristnum sið, að við eigum að elska náunga okkar eins og sjálf okkur, merkir það ekki nauðsynlega, að við eigum að elska þá á sama hátt eða jafnheitt og okkur sjálf og nánustu vandamenn . Í verki getum við helst elskað náunga okkar með því að fullnægja þörfum þeirra sem best, og það gerist í frjálsum viðskiptum á markaði . Kerfi gróða og taps veitir ómissandi upplýsingar um, hvernig einn maður getur af eigin hvötum og ótilneyddur nýtt hæfileika sína í þágu annarra . Í skiptum manna, sem þekkjast ekki og treysta ekki hver öðrum, er matarást skilvirkari en náungakærleikur . Það er að vísu líka rétt, sem Kristur boðaði, að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman . Margt annað skiptir máli í lífinu . En maðurinn þarf samt á brauði að halda, og Adam Smith benti á, að við væntum ekki brauðs okkar vegna góðvildar bakarans, heldur umhyggju hans um eigin hag . Frjálshyggjumenn vilja ekki stækka sneið eins manns með því að smækka sneið annars, heldur með stærri brauðum, blómlegum bakaríum . Jafnframt getur það verið kostur frekar en galli, að við treystum F rjálshyggjumenn vilja ekki stækka sneið eins manns með því að smækka sneið annars, heldur með stærri brauðum, blómlegum bakaríum . Jafnframt getur það verið kostur frekar en galli, að við treystum frekar á matarástina en náungakærleik- ann í viðskiptum ókunnugs fólks á frjálsum markaði . Kapítalisminn spyr ekki, hvernig bakarinn sé á litinn, heldur hvernig brauðið sé á bragðið .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.