Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 67

Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 67
66 Þjóðmál voR 2013 menn sér í hausnum . Í nýjum tillögum Elít- unnar er lagt til að hár greiðslufólki sé gert skylt að spjalla við við skiptavini sína til að auka „and lega vellíðan“ þeirra . Eigendum hár- greiðslu stofa beri jafnframt að tryggja glaðlegt andrúmsloft til að komast megi hjá „til- finningalegu áfalli“ viðskipta vina . Einnig verði eigendurnir að takmarka fjölda viðskipta vina hvers starfsmanns síns á dag . Þá mælist Elítan til þess að hárgreiðslufólk beri hvorki úr né skartgripi við störf sín því að það stríði gegn kröfum um hreinlæti við hárgreiðslu .8 Í sama mánuði var sagt frá því í Sunday Telegraph að vinnutímareglur Elítunnar hefðu leitt til lokunar fæðinga- og slysadeilda í Bretlandi . Skurðlæknar segja, að öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu vegna skorts á aðstoðarfólki, tíðum mannaskiptum og vegna þess að minni tími en áður sé til að þjálfa unga lækna .9 Bretar sjálfir ráða auðvitað engu um þetta . Í september 2012 hringsóluðu vélhjóla- menn við höfuðstöðvar ESB til að mótmæla áformum Elítunnar . Samgöngustjóri ESB vill herða skoðun á hjólunum til að halda „hugs- an lega banvænum“ tækjum fjarri umferð og ýta til hliðar reglum einstakra ríkja . Það mun hins vegar auka kostnað um 1,2 milljarð evra á ári án þess að nokkur vissa sé fyrir auknu öryggi í umferðinni . Aðeins 0,6% vélhjólaslysa í Evrópu má rekja til bilunar .10 Í sama mánuði kom fram í írska dagblaðinu Irish Times að Seðlabanki Evrópu hefði lagt gífurlegan þrýsting á ríkisstjórn Írlands í nóvember 2010 að sækja um neyðarlán . Bankastjórn Seðlabanka Evrópu óttaðist að allt evrópska bankakerfið væri í hættu vegna þess að fjárþörf írskra banka væri svo mikil .11 Í dag eru þessar skuldbindingar að sliga Íra . Jólagjöf Elítunnar til Svía var bann við bragð bættu „snus“-munntóbaki . „Það á ekki að ginna neytendur . Tóbak á að líta 8 http://www .evropuvaktin .is/frettir/25886/ 9 http://www .evropuvaktin .is/frettir/25861/ 10 http://www .evropuvaktin .is/frettir/25408/ 11 http://www .evropuvaktin .is/frettir/25095/ út og bragðast eins og tóbak,“ segir Tonio Borg, heilbrigðismálastjóri ESB .12 (Hver kaus þennan gaur?) Bretar opna augun Skoðanakannanir sýna að Bretar vilja fara úr sambandinu en það er sorglegt að fylgjast með viðbrögðum Davids Cameron, leiðtoga Íhaldsflokksins, sem sýnir engan vilja til að fylgja eftir loforði sínu um einfalda inn/út ESB-kosningu . Nýlega, eftir umtalsverðan þrýsting, bauð Cameron upp á þjóðaratkvæðagreiðslu eftir 5 ár þar sem kosið verði um nýjan samning . Nokkuð ljóst er að ESB hefur engan áhuga á því að bjóða Bretum sérlausnir . Atvinnuleysi meðal ungmenna í Bretlandi er 20% .13 Hingað til hafa milljón íbúar frá Austur-Evrópu komið til Bretlands og farið beint til félagsmálayfirvalda eftir tékkanum .14 Reglur Elítunnar, sem draga úr möguleikum atvinnurekenda á að segja upp starfsfólki, hafa aukið við atvinnuleysi . Litlir atvinnurekendur í Bretlandi þora síður að ráða starfsfólk ef erfitt reyndist að losna við það síðar meir (ég á ekki við „í skotti bifreiðar“) . Í byrjun næsta árs fá Búlgarar og Rúmenar rétt til að krefjast bóta frá breskum skattgreiðendum .15 Bretar hafa ekkert um þetta að segja . Þá var vínframleiðanda í Bretlandi ný lega bannað af Elítunni að kalla vínið sitt „wine“, heldur átti að nefna það „a fruit-derived alcoholic beverage“ (áfengi af ávöxtum) þar sem vínþrúgurnar voru innfluttar frá 12 http://www .mbl .is/frettir/erlent/2012/12/19/esb_vill_ banna_bragdbaett_snus/ 13 http://www .telegraph .co .uk/finance/jobs/youth-unem- ployment-competition/9654140/Young-jobless-scar-starts- to-heal-as-more-begin-work .html 14 http://www .dailymail .co .uk/news/article-1380204/ Bar-benefits-lifted-East-European-migrants-able-claim- 250-week .html 15 http://www .publicserviceeurope .com/article/2686/uk- cannot-afford-eu-open-borders-any-longer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.