Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 56

Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 56
 Þjóðmál voR 2013 55 ljúka því með samningum . Vilji var til þess að ganga til samninga af hálfu beggja aðila og var samningum náð, báðum aðilum til hagsbóta .37 Bréfið til eftirlitsstofnana var því ekki sent af hálfu S-hópsins . Sama dag og bréfið var ritað náðu aðilarnir loks langþráðri sátt um sölu á hlutafé í VÍS . Samkomulag um sölu var gert opinbert daginn eftir eins og fyrr var lýst í þessari grein . Landsbankinn virðist svo hafa tryggt sér aftur hlutafé S-hópsins sem hann seldi án umboðs með kaupunum sem tilkynnt voru tveimur dögum síðar, sem virðist benda til þess að bankinn hafi frá upphafi haft ráðstöfunarrétt á hlutunum, þótt annað hafi verið látið uppi .38 Þannig gat hann skilað aftur hinum umdeildu hlutum við nýtingu söluréttarins í febrúar 2003 . IV . Til þessa hafa menn helst haldið sig við þá skýringu á því af hverju Lands- bank inn seldi VÍS-hluti sína að Halldór 37 Viðtal höfundar við Halldór J . Kristjánsson, dags . 15 . febrúar 2013 . 38 Viðtal höfundar við Kristin Hallgrímsson hrl ., 28 . janúar 2013 . Ásgríms son hafi hótað Davíð Oddssyni stjórn ar slitum ef Landsbankinn seldi ekki S-hópnum hluta fé sitt í félaginu . Halldór hafi jafnframt hóta ð að stöðva einka væð- ingar ferlið og hafi Davíð farið eftir skip- unum samstarfs manns síns í ríkisstjórn til að forðast stjórnar slit . Heimildirnar að baki þessari skýringu eru, að því er best verður séð, þær sömu hjá Sigríði og Birni . Í fréttaskýringu sinni vitnar Sigríður annars vegar til þeirra „sem störfuðu í miklu návígi“ við þá Halldór og Davíð og hins vegar svokallaðra „Landsbankamanna“ . Björn vitnar líka til „Landsbankamanna“ en einnig til ónafngreinds forystumanns bankans . Björn hefur eftir þeim fyrrnefndu að ótilgreindir „framsóknarmenn“ hafi sett VÍS-sölu Landsbankans sem „skilyrði fyrir því að einkavæðingin héldi áfram“ . Þá hefur Björn eftir téðum forystumanni, sem ætla má að hafi verið í forsvari fyrir bankann í samningaviðræðum við VÍS, að forsvarsmenn hans hafi séð fyrir sér „stöðug illindi“ milli verðandi eigenda og S-hópsins um framtíð VÍS . Með því að láta VÍS-hlutinn fara til S-hópsins hafi „minni hagsmunum verið fórnað fyrir meiri – ella hefði öll einkavæðingin verið sett í uppnám“ .39 Þessi skýring stenst tæplega skoðun . Það má heita sérkennilegt að þessi forystumaður Landsbankans víki ekki einu orði að fyrrgreindu umboðsbroti bankans sem knúði á um að gengið var til samninga um sölu, þar sem annar forystumaður hans, sem jafnframt sat í stjórn VÍS fyrir hönd bankans, Halldór J . Kristjánsson bankastjóri, hefur aðra sögu að segja . Síðla árs 2003 greindi Halldór t .d . frá ástæðum VÍS-sölunnar á fundi með fulltrúum Ríkisendurskoðunar sem þá unnu að samantekt upplýsinga vegna skýrslu um verkefni Framkvæmdanefndar um einkavæðingu, tæplega ári eftir að 39 Björn Jón Bragason, „Sagan af einkavæðingu Búnaðarbankans“, bls . 106–107 . T il þessa hafa menn helsthaldið sig við þá skýringu á því af hverju Landsbankinn seldi VÍS-hluti sína að Halldór Ásgrímsson hafi hótað Davíð Oddssyni stjórnarslitum ef Landsbankinn seldi ekki S-hópnum hlutafé sitt í félaginu . Halldór hafi jafnframt hótað að stöðva einkavæðingarferlið . . .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.