Þjóðmál - 01.03.2013, Side 23

Þjóðmál - 01.03.2013, Side 23
22 Þjóðmál voR 2013 Sjálfur hyggst ég ekki reyna að sanna, að boðskapur frjálshyggjumanna sé æski- legur . Ég minni aðeins á, að menn búa yfir þremur ráðum, þegar þeir girnast eitthvað, sem náungar þeirra eiga eða ráða yfir: fortölum, ofbeldi eða kaupum . Fortölur eiga við í fámennum hópi, þar sem menn þekkjast og treysta hver öðrum . Því er það, að valið í fjölmennari hópi, svo að ekki sé talað um heimsbyggðina alla, hlýtur að vera um ofbeldi eða kaup, sverð eða verð . Annaðhvort neyðir maður náunga sinn til að láta eitthvað af hendi eða greiðir honum fyrir það verð, sem báðir sætta sig við . Kerfi frjálsra viðskipta er um leið kerfi sjálfsprottinnar samvinnu í stað valdboðinnar . Því fer þess vegna fjarri, að það sé siðlaust eða jafnvel ómannúðlegt . Frjálshyggja felur ekki heldur í sér aðdáun á ágirnd, sem er ein af dauðasyndunum sjö í kristnum sið . Ágirnd er áreitni, ásælni, löngun manns í það, sem honum ber ekki . Jafnframt því sem frjálshyggjumenn hafna henni, gangast þeir hiklaust við sjálfselsku sem mikilvægu afli í mannlífinu, enda hljóta menn að mega elska sjálfa sig eins og náunga sína . Munurinn á ágirnd og sjálfselsku er eins og munurinn á fíkn og nautn . Sjálfselskan er umhyggja manna fyrir sér og sínum, sjálfsbjargarhvöt, ávinningsvon . Og máli skiptir, hvaða sjálf menn elska . Séra Arnljótur Ólafsson sagði í fyrsta íslenska hagfræðiritinu (1880): „Aðgætanda er, að sjálfselskan er meginafl mannsins og að mennirnir eru engan veginn misgóðir eftir því, hve mjög þeir elska sjálfa sig, heldur eftir hinu, hvað þeir elska hjá sjálfum sér og í sínum kjörum .“ Sjálfið býr síðan ekki aðeins inni í manninum, heldur getur hann fært það út til annarra . Sú móðir, sem hlúir að barni sínu, hefur fært sjálf sitt út til þess . Móðurást hennar er annað og meira en náungakærleikur, eins og náungakærleikur er annað og meira en matarást . Þótt kennt sé í kristnum sið, að við eigum að elska náunga okkar eins og sjálf okkur, merkir það ekki nauðsynlega, að við eigum að elska þá á sama hátt eða jafnheitt og okkur sjálf og nánustu vandamenn . Í verki getum við helst elskað náunga okkar með því að fullnægja þörfum þeirra sem best, og það gerist í frjálsum viðskiptum á markaði . Kerfi gróða og taps veitir ómissandi upplýsingar um, hvernig einn maður getur af eigin hvötum og ótilneyddur nýtt hæfileika sína í þágu annarra . Í skiptum manna, sem þekkjast ekki og treysta ekki hver öðrum, er matarást skilvirkari en náungakærleikur . Það er að vísu líka rétt, sem Kristur boðaði, að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman . Margt annað skiptir máli í lífinu . En maðurinn þarf samt á brauði að halda, og Adam Smith benti á, að við væntum ekki brauðs okkar vegna góðvildar bakarans, heldur umhyggju hans um eigin hag . Frjálshyggjumenn vilja ekki stækka sneið eins manns með því að smækka sneið annars, heldur með stærri brauðum, blómlegum bakaríum . Jafnframt getur það verið kostur frekar en galli, að við treystum F rjálshyggjumenn vilja ekki stækka sneið eins manns með því að smækka sneið annars, heldur með stærri brauðum, blómlegum bakaríum . Jafnframt getur það verið kostur frekar en galli, að við treystum frekar á matarástina en náungakærleik- ann í viðskiptum ókunnugs fólks á frjálsum markaði . Kapítalisminn spyr ekki, hvernig bakarinn sé á litinn, heldur hvernig brauðið sé á bragðið .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.