Þjóðmál - 01.12.2013, Side 34

Þjóðmál - 01.12.2013, Side 34
 Þjóðmál VETUR 2013 33 Reykja víkur til Suðurnesja og Kefla víkur- flug vallar . Þessi braut létti einnig á Miklu- braut, Bústaðavegi og akstri til Kópa vogs, Garða bæjar og Hafnarfjarðar . Að auki væri braut in nýr útrásarvegur frá Reykjavík vegna náttúru hamfara . Þessi nýi flugvöll ur þýðir að afhenda má allt gamla flugvallar svæðið til byggingar fyrir stækkun miðkjarna Reykja- víkur auk mikilla landfyllinga á Skerja fjarð- ar svæðinu, þar sem komið væri skjól fyrir vestanáttinni . Vegna sjávarlöðurs á flug vélar og flug-brautir legg ég til að sjáv ar megin vestan við brautirnar verði steyptir sterkir veggir með steyptum súlum, en á milli þeirra kæmu a .m .k . tveir boltaðir bitar, ál- eða stálbitar . Á þessa bita væru boltaðir langir rekadrumbar, einn sjávarmegin en tveir á móti til þess að brjóta vindinn og hefta sjávardrif í stórviðrum . Meira mætti gera með því að byggja annan steypuvegg innan við og bolta á bita afsagaðar „Alaska- aspir“, 12–17m háar, með öllum greinum á sama hátt og rekabolina . Sjávardrifið myndi verja aspirnar fyrir fúa og slá vindinn mikið niður . Flugvöllur á Hólmsheiði (Hólmaskeiði) yrði afleitur . Hann yrði í 150m hæð yfir sjávarmáli, þokur og ísing væru þar tíðar og lendingar verri vegna vinda og afstöðu til fjalla . Meira flug yrði yfir byggð . Á Reykjavíkurflugvelli yrði hægt að lenda úr þrem áttum frá sjó og hann gæti verið varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflug- völl . Mikill skaði væri að hafa ekki flug-völl í Reykjavík og mikið óhagræði ásamt tekju missi . Flestar þjóðir hafa flugvöll eins nálægt höfuðborginni og kostur er . Höfuðborg in myndi setja ofan ef hrekja ætti völlinn úr Reykjavík til tjóns og óhagræðis fyrir íbúa landsins utan höfuðborgarsvæðisins . Ekki síður er það fáránlegt þegar við höfum á næstu 10–15 árum möguleika á að færa flugbrautirnar út á Löngusker og flughöfnina suður yfir gömlu austur-vestur-brautina, suður fyrir Skildinganes á olíuafgreiðslu Skeljungs við núverandi flugbrautir . Benda má á að til að gera akbrautir frá Fossvogi yfir Álftanes að Bessastaðavegi ásamt uppfyllingu undir völlinn og frekari landvinninga fyrir Reykjavík í Skerjafirði í framtíðinni er völ á gefins þúsundum smá- lesta af fyllingarefni af Reykja víkursvæðinu . Í framtíðinni þurfa menn að losna við allan gröft og sprengt efni undan stórum og smáum byggingum ásamt bílahúsum og há hýsum og allt að 3ja hæða niðurgröfnum kjöllurum . Ekki má gleyma því að flugbrautir Reykja- víkurflugvallar á Lönguskerjum og Hólm um yrðu glæsilegur varaflugvöllur fyrir Kefla- víkurflugvöll sem lenda mætti á á þrjá vegu yfir sjó með stefnuvita frá Jörundar boða og Kerlingarskeri vegna blind flugs lend inga . Á þessum skerjum auk Lambastaða skers mætti gera öldubrjóta vegna vestan áttar og sjáv ar gangs . Fyllingarefni utan þess sem er gefins er tiltækt af botni, sem er merkt ur „sand og malargryfja“ í Faxaflóa og Hval- firði og er ódýrt fyllingarefni . Varðandi þessar miklu uppfyllingar og stór grýtissjávarvörn er þess að geta að mikil kunnátta til slíkra verka er til í landinu . Benda má á Sundahöfn, Keflavíkurhöfn og Þorláks höfn . Hafnarstjórn Reykjavíkur ræður yfir góðum tækjum til slíkra fram- kvæmda . Geta má afreka okkar manna vegna hafnar framkvæmda í Ísrael og Noregi . Landið út yfir Hólma og Löngusker, sem ég bendi hér á að verja fyrir úthafsöldunni, er miklu stærra en flugvöllurinn þarfnast . Til skjóls á flugvellinum þyrfti að byggja vöruskemmur, verkstæði, bílastæði, bíla- geymslur og ýmsar byggingar varðandi rekst ur inn . Ekki má gleyma flugskýlum .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.