Þjóðmál - 01.12.2013, Síða 37

Þjóðmál - 01.12.2013, Síða 37
36 Þjóðmál VETUR 2013 nemend ur gangast undir próf í . Skólarnir fá sömu upphæð hvort sem nemendurnir fá handleiðslu sem dugar þeim til að skila krefjandi verkum með glans eða rétt ná að hala einingarnar inn með lág- markseinkunn . Annað sem hnígur í sömu átt er að markmiðin, sem stjórnvöld hafa sett framhaldsskólum undanfarin ár, hafa snúist mest um að koma í veg fyrir svokallað brottfall eða, með öðrum orðum, um að fá sem flesta til að tolla í skóla þó þeir vilji frekar vera í vinnu . Minna hefur borið á metnaðarfullum markmiðum í þá veru að fleiri nái afbragðsárangri . Nemendur eru líka óbeint hvattir til að hugsa um nám sitt í fjölda eininga . Við bóknámsbrautir flestra framhaldsskóla eru þeir brautskráðir þegar þeim hefur tekist að safna saman tilteknu einingamagni, óháð því hvort þeir geta sýnt einhverja hæfni við námslok . Fyrir vikið tína allmargir einingarnar upp í mörgum skólum og taka hvert fag þar sem þeir telja það léttast . Það hefur í raun orðið til „markaður“ með námseiningar þar sem þær „seljast“ því betur því minna sem þarf fyrir þeim að hafa . Iðnbrautum framhaldsskóla lýkur hins vegar með samræmdu lokaprófi sem kallast sveinspróf . Nemendur þeirra vita að það er hæfni sem þeir sanna við námslok sem gildir en ekki safn eininga . Í framhaldsskólum er einingabraskið því minna í iðnnámi en í bóknámi . Stór hluti af umræðu um menntun og skóla er í anda þessarar hugsunar þar sem áherslan er á magn og söfnun eininga . Einn angi umræðunnar er til dæmis þrá látar aðfinnslur við endurtekningar í skóla kerfinu . Til að þykjast mæla magn menntunar þarf að láta sem eitthvað sé numið, búið, klárað þegar einingarnar eru komnar á skrá og því tímasóun að læra það sama aftur . Samt blasir við að metnaðarfullt skólastarf krefst þess að nemendur fari stundum oftar en einu sinni yfir það sama og nái betra valdi á því í hvert sinn . Það sem er óþarft að endurtaka er flest of auðnumið og fljótlært til að nokkur ástæða sé til að kenna það í skólum . Að réttu lagi ætti því að vera meira áhyggjuefni að sumt sé endurtekið sjaldnar en þarf en að eitthvað sé numið betur en nauðsyn ber til . Æfingin skapar meistarann . Góð íþrótt gulli betri og hálfsannleikur númer tvö Ég hef nú skýrt í stuttu máli hvernig sú skoðun að þeir sem hafa meiri skóla- göngu eigi að hafa forgang að störfum og hærri laun leiðir samfélag í ógöngur . Nú sný ég mér að öðrum lið í upptalningunni, sem er sú hugmynd að menntun sé eftirsóknarverð vegna þess að hún auki tekjur manna eða bæti samkeppnisstöðu þeirra á vinnumarkaði . Ég neita því auð- vitað ekki að bætt efnaleg afkoma sé ein af ástæðum þess að menn sækjast eftir menntun . En hún er ekki eina ástæðan heldur ein af mörgum . Hún skýrir ef til vill að miklu leyti sókn manna í sumt nám en varla hvers vegna svo mikill fjöldi stundar nám í tónlistarskólum svo dæmi sé tekið . Aðeins hluti þeirra sem lærir að syngja og T il að þykjast mæla magn menntunar þarf að láta sem eitthvað sé numið, búið, klárað þegar einingarnar eru komnar á skrá og því tímasóun að læra það sama aftur . Samt blasir við að metnaðarfullt skólastarf krefst þess að nemendur fari stundum oftar en einu sinni yfir það sama og nái betra valdi á því í hvert sinn .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.