Félagsbréf - 01.08.1961, Page 10

Félagsbréf - 01.08.1961, Page 10
8 FÉLAGSBRÉF Á þessari öld hafa Bandaríkjamenn ekki eignazt annan höfund, sem hefur verið jafn skilyrðislaust viðurkenndur í hinum gamla heimi og Ernest Hemingway. Það voru raunar þýzk bókmennla- blöð, sem fyrst þóttust sjá, að þarna væri óvenjulegur og mikill rithöfundur á ferðinni. Og í félagahópnum í París var enginn í vafa, löngu áður en nokkuð birtist eftir hann á prenti. Þar hafði hann sálufélag við fólk eins og Ezra Pound, James Joyce, F. Scott Fitzgerald, Sherwood Anderson og Gertrude Slein, og J)að var cinn af þessum, F. Scott Fitzgerald, sem flýtti fyrir því að saga eftir Hemingway var gefin út í Bandaríkjunum. Þegar bókin Vopnin kvödd (þýð: Halldór Kiljan Laxness) kom út skömmu fyrir 1930, voru málsmetandi menn í bókmenntum ekki í nokkrum vafa lengur. Þá kvað hið virðulega brezka stórblað, The Times, svo fast að orði, að Vopnin kvödd væri bezta bók sem nokk- urntíma hefði verið rituð af Ameríkumanni. Um sama leyti orti skáldið Archibald MacLeish eftirfarandi um höfund Vopnanna: Veteran out of the wars before he was twenty: Famous at twenty-five: thirty a master — Whittled a style for his time from a walnut stick In a carpenter’s loft in a street of that April city. Landar hans og vinir í aprílborginni París voru sem sagt ekki í neinum vafa á þessum árurn um hlutverk Hemingway, enda segir MacLeish að hann hafi smíðað stíl handa samtíma sínum og það var all nokkuð fyrir þrítugan mann frá lllinois. Það má vera nokkurt gleðiefni norrænum mönnum, að stíH Hemingway hefur mikinn keirn þeirrar frásagnarlistar, sem meðal þeirra hefur verið talin dýrust og bezt á öllum tímum; sá stíll sem er á Islendingasögum. Hemingway sagði eitt sinn að menn ættu að skrifa með það í huga að þeir þyrftu að borga tuttugu sent undir orðið. Þeir sem skrifuðu Islendingasögur hlutu að hafa 1

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.