Félagsbréf - 01.08.1961, Page 36

Félagsbréf - 01.08.1961, Page 36
34 FÉLAGSBRÉF inu stendur kampavínsílaska og tvö glös, annað þeirra er hálffullt, liann fyllir það og drekkur út úr því. Hann hefur nú byggt upp lokaþáttinn í aðalatriðum, og að öllu öðru leyti en því, sem leikararnir sjálfir eiga eflir að útfylla. Hann gengur inn í svefnstofuna, tekur silkiábreiðu af rúminu og breiðir yfir stúlkuna. Því næst rannsakar hann liúsið. Undir borðinu finnur hann bréfin utan af skömmtunum, Jieim stingur hann í jakkavasa sinn. Þá fer hann fram í stofuna. Það er eins og hann grunaði, þar hefur hún koniið. Á hann að afmá öll verksummerki ? Nei, hann á umfram allt ekki að snerta nokkurn hlut, og það gerir Jiann ekki. Hann tekur yfirhöfn sína og fer út. Nú á hann aðeins eftir að hitta veit- ingaþjóninn — enn einu sinni. Þunga vængjahurðin fellur aftur, og skellur á liæla veitingaþjóninuni. Hann er frjáls maður. Að baki hans er veitingahúsið. Handstykkin hans- liggja óhrein, ásamt borðdúkum og munnþurrkum og bíða næsla áfanga þvottahússins. Kaffikönnurnar standa lireinar og kaldar í kirfilegum röðum og bíð'a næsta áfanga — morgunkaffisins. Myrkur og tómleiki hvílir yfir veitingasölunum. Þeir minna á opnar gral- ir. Þessir salir, sem fyrir stundu líktust einna helzt geggjaðri hópsál,- drjúpa nú í auðn og umkomuleysi. Veitingaþjónninn Jienur út brjóstið, dregur að sér svalt næturloftið, það er honum allaf mikil nautn, Jiegar hann hefur verið lokaður inni allan daginn. Þegar hann er kominn út á götuna, gengur hann með hendur í vösum, löturhægt á leið til hafnarinnar. Hann hugleiðir atburði kvöldsins. Það hefur eiginlega ekkert iperkilegt borið fyrir hann í kvöld, fremur en endranær. Það skeður svo lítið umhugsunarvert í starfi veitingaþjóns, sem vinnui í veitingahúsi í lítilli borg. Starfið verður vélrænt, og líkast því *>ð hugsunin verði það einnig. Sálin svo skelfilega undarleg og sljó. En nú er veitingahúsið að baki honum. Þegar hann hefur gengið spölkorn niður eftir götunni, ávarpar hann ókunnugur maður.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.