Félagsbréf - 01.08.1961, Side 38

Félagsbréf - 01.08.1961, Side 38
36 FÉLAGSBRÉF Þeir hafa drukkið nokkuð fast, þjónninn þó öllu meira. Samtalið hefur verið slitrótt, þjónninn svarar alltaf játandi. Hann er óvanur rökræðum, og gesturinn ólíkur þeim mönnum, sem hann daglega talar við. Gesturinn, sem hefur ákveðinn tilgang í huga, gerist nú órólegur. Hann gleðst þó yfir örlæti þjónsins við drykkjuna. Honum finnst það styrkja fyrirætlan sína. Gesturinn hugsar: Þessi þjónsálka er þverhaus. Það fæst ekkert gagn- legt upp úr honum. Hann er annaðhvort heimskur eða slunginn, nema hvort- tveggja sé. Það er ógerningur að halda uppi skynsamlegum samræðum við hann, og rétt vel fullur ætlar hann ekki að verða. En upphátt segir liann: — Er þessi atvinna yðar skemmtileg? Og er hún lífvænleg? Geðjast yð- ur að henni? Ætlið þér að gera þetta starf að ævistarfi yðar? Mér hefur skilizt, að þér séuð ekki ánægður? — Ég er brjóstveikur, og skipti um atvinnu við fyrstu hentugleika, svarar þjónninn. — Einmitt, já — jæja, eigum við að fá okkur einn gráan til? — Já — látum hann koma, þeir horfast eldsnöggt í augu. I augum gestsins má lesa eitthvað á þessa leið: Auðvirðilega þjónsálka, einfeldingsgreyið. Það sem þú átt handan í stofunni, var of gott fyrir þig- Þú munt vissulega ásaka mig. En til þess hef ég boðið þér hingað í kvöld, að ég ætla mér að leika á þig. En í augum þjónsins má lesa eitthvað á þessa leið: — Þú voldugi borgari, þú sem ert menntaður, ríkur og mikilsmetinn. Ef þú vissir að eirin tvöhundraðasti hluti auðæfa þinna mundi nægja til þess að gera mig ríkan og hamingjusaman — mundir þú þá fúslega láta þau af hendi? Upphátt segir gesturinn: •— Þjónar í veitingahúsum eru undirmálsmenn og drykkjupeningarnir eru ölmusur. — Ég get ekki skilið að heiðarlegir og heilbrigðir karlmenn leggi sig niður við slíka atvinnu. Við þessi orð gestsins tekur þjónninn viðbragð á stólnum, augu þeirra mætast eldsnöggt, og þjónninn sér djöfullegan glampa í augum gestsins- Gesturinn stendur snöggt upp, drekkur út úr glasinu. Gesturinn segir: — Þetta er mín skoðun, en þér hafið sjálfsagt aðra skoðun á þessu máli?

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.