Félagsbréf - 01.08.1961, Qupperneq 43

Félagsbréf - 01.08.1961, Qupperneq 43
FÉLAGSBRÉF 41 heilar vísur, og fylgdu J)á lög vísum oít út fyrir messusönginn og urðu sjálfstæð,umbreytt og ósjaldan torkennileg tilbrigði upphaflega tónaflúrs- ins. Höfundur er sem sagt ókunnur, en höfund kalla ég þann, sem lagði síðustu hönd á fullmótun þessa lags, hvort sem það hefur verið bróðir Eysteinn Ásgrímsson sjálfur (d. 1361). Jón Ólafsson (d. 1779), eða aðrir ónafngreindir snillingar. Hið eina, sem við vitum með vissu er: að Eysteinn segist vilja syngja lof sem „fyrri menn, er fræðin kunnu forn og klók af heiðnum bókum,“ að Jón söng fyrir „frægan söngmeistara konungsins í Danmörku.“ Dr. Hammerich vitnar í þetta lag, eins og áður segir, og dæmir það vera sjaldgæfan moll-blending frá grunntóninum es. Einnig leggur hann til, að lagið verði flutt niður um hálft tónbil og ritað sem fyrsta dæmið sýnir. Má þá glöggt sjá einhvers konar hypo-dórískan forföður, að viðbættu d-moll bé-i og leiðsögulóns cís-i. — Ef lagið er svo gamalt sem kvæðið, þ.e.a.s. 14. aldar smíð’, þá afskrifar sú staðreynd alveg moll-hugmyndina frá sögulegu sjónarmiði. Þar að' auki er moll eitthvað meira en sérstök röð heilla og hálfra bila á milli tóna, annars hefðu kirkjutóntegundirnar liðið undir lok með fyrstu notkun musica jalsa og musica ficta síðar (hvort tveggja hugtakið táknar ákveðna notkun formerkja til hækkunar eða lækkunar vissra tóna tónstiganna). Moll (og dúr) eru hljómrænir laghættir, tengdir skilningi manna á hljómum sem slíkum, en ekki hljómum sem afleiðingum. Megin tónar þeirra laghátta (dúr og moll) eru grunntónn- inn, fortónninn (fimmundin), og undirtónninn (ferundin). 1 Liljulagi, cf gengið er út frá es sem grunntóni, vantar alveg undirfortóninn as. Moll hljómsetning mundi og ekkert skýra ináliS. Byltingar í tónlistrænum hugsunarhætli þessarar aldar hafa meSal ann- ars leitt af sér, að menn geta sagt með' góðri samvizku, að umrætt lag sé í engri tóntegund. Ekki segir það þó allan sannleikann, því að tóntegundir eru fleiri cn grískir, „gregoríanskir“, ungverskir, dúr, moll og aðrir þekktir laghællir. AS mínum dómi er umrætt lag í sinni eigin ákveðnu tóntegund —- nafnlausri og óþekktri að vísu annars staðar eins og flest annaS af þessu lagi. Þó að lagið hafi getað verið upphaflega í einhverri hefðbundinni tón- tegund, liafa ómótstæðileg öfl innan laglínunnar drepið sig úr þeim dróma, trúlega af sömu listrænu ástæðunni og til dæmis Monteverdi, sem sneri baki við kirkjutóntegundunum um 1600, og Schönberg, sem braut dúr-moll íjötrana upp úr 1908. AnnaS dæmið sýnir tónstigamyndun lagháttarins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.