Orð og tunga - 01.06.2002, Síða 85

Orð og tunga - 01.06.2002, Síða 85
Stefán Karlsson: Fagrlegr - farlegr - fallegr 75 Aðrir orðabókahöfundar á 19. öld, a.m.k. Guðbrandur Vigfússon (1874:138), Gering (íslendzk æventýri 11:269) og Jón Þorkelsson (1890-94:206), tóku undir þá skýringu Sveinbjarnar að ‘falligr’ væri orðið til úr ‘fagrligr’, Jón reyndar með fyrirvara. Hins vegar hafa orðsifjafræðingar á 20. öld leitast við að skýra uppruna orðsins með öðru móti. Sumpart hafa þeir þó tekið undir að ‘falligr’ væri komið af ‘farligr’, sbr. fara (vel) (Torp 1919:93, Finnur Jónsson 1931:123, Halldór Halldórsson 1947:38, Alexander Jóhannesson 1956:549, Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:162) ellegar talið að fyrri liður væri samstofna so. ‘falla’, sbr. þ. ‘gefállig’ (Torp 1919:93,7 Halldór Halldórsson 1947:38,8 Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:162). Eins og sést af þessum tilvísunum nefna sumir báðar þessar skýringar, gera þeim þó mishátt undir höfði eða hafa jafnvel fyrirvara við báðar. Trúlega er þessar skýringar víðar að finna. Þá skýringu að ‘fallegur’ væri að uppruna ‘fal-legur’, þ.e. fyrri liður samstofna lo. ‘falur’ heyrði ég í skóla á Akureyri. Fleiri kannast við þá hugmynd, en ekki er mér kunnugt um uppruna hennar né hvar hennar kynni að vera getið á bókum. 2 Lo. ‘farligr’ Dæma um lo. ‘farligr’ hefur aðeins orðið vart í bundnu máli, og þau hafa aðeins verið nefnd fjegur. Grunnavíkur-Jón nefndi eitt dæmi, Sveinbjörn Egilsson gat þess og annars til (1860:157), og Finnur Jónsson (1913-16:122) bætti öðrum tveimur við. Öll dæmin eru úr vísum sem eru sagðar ortar af íslenskum skáldum um og eftir aldamótin 1000. Áður en lengra er haldið er rétt að huga að þessum vísum og hvernig lýsingarorðið er skrifað í einstökum handritum þeirra. 1. Vísa eignuð Tindi Hallkelssyni um orrustu Hákonar Hlaðajarls við Jómsvíkinga á Hjörungavogi. Vísuorðið sem prentað er farlig sæing jarli (Skjd. B 1:136) er í fyrri hluta vísunnar (4. vo.) sem er varðveittur í Heimskringluhandritum, Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu og Jómsvíkinga sögu í AM 510 4to (Skjd. A 1:144^45). Lo. ‘farligr’ er hér niður njörvað í aðalhendingu, enda eru lesbrigði aðeins í tveimur handritum, falig í norskri 16. aldar uppskrift Fagurskinnu og fagurlig í Jómsvíkinga sögu í AM 510 4to frá miðbiki 16. aldar. Hins vegar er þessi vísuhelmingur torskýrður, þannig að fræðimönnum hefur ekki komið saman um hvort ‘farlig’ ætti hér við konu eða ‘sæing’, sem yrði hér að vera annars óþekkt orð eða afbakað í öllum handritum (Heimskringla 1:281-82). 2. Vísa í kvæði um Magnús góða Ólafsson eignuðu Arnóri jarlaskáldi. Vísan er í Morkinskinnu, Huldu/Hrokkinskinu og yngri hluta Flateyjarbókar (Skjd. A 1:337),og vísuorðið(8. \o.)erprentaðfarligteiki) Visundrsnarla{Skjd. B 1:310). Eina lesbrigðið viðfarligt er fagrligt í Flateyjarbókartextanum frá ofanverðri 15. öld. Hér virðist víst aðfarligt eiki eigi saman, en ‘eiki’ er skipsheiti. 7Torp tengir þennan skýringarkost reyndar ekki beinlínis við lo. ‘farligrTfalligr’ heldur við norska lo. ‘fallig’, sem vikið verður að hér á eftir. 8f seinni útgáfum orðabókar sinnar, Reykjavík 1968, 1980 og 1994, gat Halldór ekki þessarar skýringar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.