Kiwanisfréttir - 01.04.2009, Blaðsíða 2

Kiwanisfréttir - 01.04.2009, Blaðsíða 2
Matthías G. Pétursson um- dæmisstjóri og Óskar Guðjóns- son kjörumdæmisstjóri sóttu á dögunum fund í Belgíu þar sem m.a. var rætt um fjölgun í hreyfingunni. Á fundinum kom fram að í síðasta lagi árið 2012 verður umdæmið Ísland – Færeyjar að vera komið með 1000 félaga að öðrum kosti verður það ekki sér umdæmi. Í umdæminu eru núna um 910 félagar og sem betur fer þá virðast menn vera að vakna og hugsa alvarlega um þessi mál. Á ráðstefnu sem Óskar kjör- umdæmisstjóri hélt í lok síðasta mánaðar kom fram að þessi mál verða efst á baugi í hreyfingunni næstu 2-3 árin. Búið er að stofna kvennanefnd eins og fram kemur annars staðar í blaðinu og við hana eru bundnar miklar vonir. Nú eru aðeins um 50 konur virkar í hreyfingunni sem er aðeins 6% og þar er óplægður akur. Það þarf að huga að fjölgun kvennaklúbba, fjölga félögum í þeim klúbbum sem fyrir eru og huga að stofnun nýrra klúbba. Eins og fram hefur komið þá ákvað Andrés K. Hjaltason fyrrverandi umdæmisstjóri að bjóða sig fram til Evrópu- forseta á Evrópuþinginu í Ghent 4. júní n.k. Nú liggur fyrir að tveir til viðbótar hafa ákveðið framboð, annar frá Noregi og hinn frá Þýskalandi. Því er mjög áríðandi að sem flestir mæti á Evrópuþingið en hver klúbbur hefur 3 atkvæði auk þess sem fyrrverandi umdæmisstjórar hafa at- kvæðisrétt. Þegar þetta er ritað þá hafa um 40 manns skráð sig í ferð á þingið. Nú þegar blaðið fór í prentun þá lá ekki fyrir hvenær hjálmarnir kæmu til landsins en gert var ráð fyrir að þeir færu í skip í lok apríl og yrðu hér á landi 4. maí. Endanleg dagsetning á afhendingu hjál- manna liggur því ekki fyrir. Þriðja og síðasta blað Kiwanisfrétta á þessu starfsári kemur út í byrjun september og eru hugmyndir uppi hjá umdæmisstjórn að blaðið inni- haldi stóran hluta af þing- gögnum, þ.e. skýrslum og reikningum. Gleðilegt sumar, Ragnar Örn Pétursson ritstjóri. 2 UMDÆMIÐ ÍSLAND-FÆREYJAR Kiwanis www.kiwanis.is Kiwanis 38. árg. • 2. tbl. • apríl 2009 Útgefandi: Ábyrgðarmaður: Ritstjóri: Forsíðumynd: Prentvinnsla: Kiwanisumdæmið Ísland-Færeyjar Matthías G. Pétursson, umdæmisstjóri Ragnar Örn Pétursson, Keilir Rafn Hafnfjörð Prentsmiðjan Viðey ehf. RITSTJÓRAPISTILL VERÐUR UMDÆMIÐ ÍSLAND- FÆREYJAR LAGT AF 2012? Kiwanisklúbburinn Elliði hefur að undan- förnu staðið fyrir fjáröflun í þeim tilgangi að styrkja starfsemi Barna– og unglinga- geðdeildar Landspítalans (BUGL) og þar með stuðla að sem víðtækastri geðhjálp barna. Með það að leiðarljósi hóf Kiwanis- klúbburinn Elliði útgáfu og sölu á söngbókinni Söngperlur- 170 söngtextar. Í febrúar 2008 fór bókin í símasölu og annast hana Ingimar Skúli Sævarsson, s. 868-4551 iskuli@simnet.is. Öll sala og dreifing er í höndum Skúla en umsjón fyrir hönd Kiwanisklúbbsins Elliða hefur Páll V. Sigurðsson s. 863-7057. Allur ágóði af sölu bókarinnar rennur í nýstofnaðan styrktarsjóð, sem kallast Birtan. Hlutverk sjóðsins er að veita fjár- hagslegan stuðning til ýmissa verkefna, m.a. með útgáfu fræðsluefnis ásamt því að útvega önnur gögn og tæki sem henta starfseminni. Kosin hefur verið sérstök úthlutunarnefnd en í henni sitja tveir fulltrúar Barna- og unglingageðdeildar- innar ásamt þrem fulltrúum Kiwanis- klúbbsins. Þegar þetta er ritað eru komnar yfir 4 milljónir króna inn á styrktarsjóðinn vegna sölu bókarinnar. Stjórn sjóðsins hefur þegar samþykkt að veita styrki úr sjóðnum til þriggja verkefna að upphæð 1720 þús. krónur. Öll þessi verkefni munu gagnast skjólstæðingum Bugl mjög vel. Ákveðið hefur verið að styrkja eftirfarandi verkefni: • Handbók með fræðsluefni fyrir for- eldra barna sem eiga við átröskunarvanda að stríða. Hér er um að ræða alvarlega veik börn og unglinga sem oft þurfa á lang- tímameðferð að halda sem getur varað frá einu ári og allt upp í þrjú ár. • Leikja- og tómstundahandbók þar sem settar eru fram hugmyndir að ýmis konar iðju og leikjum sem henta fyrir börn og fullorðna á öllum aldri. Í gegnum leik er hægt að bæta ýmsa færni barnsins eða unglingsins og mikilvægt er að for- eldrarnir taki virkan þátt. • „Sensory herbergið” Hugmyndin er að skapa herbergi sem sérstaklega er ætlað til notkunar fyrir börn og unglinga á Barna-og unglingageðdeild LSH, sem eiga við skynreiðu/skyn- færaröskun að stríða. Herbergið mun einnig vera samveru-og slökunarherbergi fyrir börnin/unglingana og foreldra þeirra, utan venjulegs vinnutíma iðju- þjálfa. SAMSTARFSVERKEFNI KIWANISKLÚBBSINS ELLIÐA OG BUGL

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.