Kiwanisfréttir - 01.04.2009, Blaðsíða 10

Kiwanisfréttir - 01.04.2009, Blaðsíða 10
Nokkur ár eru síðan val á „Fyrirmyndarklúbbum” umdæmisins var endurvakið. Að baki þeirri útnefningu liggur ákveðið mat á klúbbstarfi, sem ekki er hér til umfjöllunar. Mig langar hins vegar að skoða fyrirmyndarklúbbinn út frá sjónarhóli árangursríks starfs. Starfs sem ekki skilar sér endilega í stigagjöf, en getur dregið mörkin milli árangursríks, skemmtilegs og lífvænlegs Kiwanisklúbbs og klúbbs sem þarf að huga betur að innri málum, starfi og framgöngu. Á heildina litið eru umdæmisklúbbar að skila mjög góðu starfi og margir frábæru. Á hinn bóginn gerum við okkur öll grein fyrir því að alltaf má gera betur, leita hærra, gera eitthvað nýtt og öðruvísi, því ekkert er eins hættulegt góðu félags- starfi að festast í viðjum vanans og sjá ekki dýrð skógarins fyrri nokkrum, en fallegum trjám. Hafandi verið forseti í tveimur, mjög ólíkum klúbbum, tel ég mig hafa nokkra reynslu á þessu sviði og langar til að deila með ykkur 10 venjum sem ég er fullviss um að betri skili árangursríkara og innihaldsmeira starfi. 1) HÖLDUM SKILVIRKA FUNDI • Hefjið og ljúkið klúbb – og stjórnarfundum á settum tíma. • Fundardagskrá skal leggja fyrir alla stjórnar- og klúbbfundi. 2) EINBEITUM OKKUR AÐ ÞJÓNUSTU VERKEFNUM • Endurmetið reglulega verkefnin sem unnið er að. Eru þau enn í samræmi við þarfir nærumhverfis eða þeirra sem verið er að styrkja? • Skoðið í sífellu nærumhverfi klúbbsins í leit að nýjum þörfum sem klúbburinn gæti komið til móts við. 3) EINBEITUM OKKUR AÐ EFLINGU KLÚBBSINS • Opnið útidyrnar fyrir nýjum félögum – gerið árlegt fjölgunarátak að markmiði klúbbsins. • Lokið bakdyrunum með því að virkja félaga og koma til móts við ástæður þess að þeir gengu í klúbbinn. Kannið reglulega hug félaga til starfsins. Öðru vísi komumst við varla að því sem þeim finnst vera að. • Deilið ábyrgð og störfum þannig að sem flestir komist að. Það er beggja hagur, stjórnenda klúbbsins hverju sinni og hins almenna klúbb- félaga. • Kynnið öllum verðandi félögum rækilega út á hvað Kiwanisstarfið gengur áður en þeir eru teknir í klúbbinn – slík kynning er lykilatrið í viðgangi klúbbsins og viðveru hins nýja félaga. • Verið ykkur alltaf meðvituð um hreyfingu og breytingar á félagafjölda. Reynið að halda klúbbnum réttu megin línunnar. • STAÐREYND: Það fækkar í klúbbum af eðlilegum orsökum, t.d. deyja félagar og þeir flytja burt ýmissa hluta vegna. Við þurfum nýja félaga til að fylla skörðin. • Jákvæð fjölgun ætti að vera meðvitað markmið allra klúbba og klúbbfélaga. • Því fleiri félagar = Því meiri þjónustumöguleikar 4) GLEYMUM EKKI AÐ VIKRJA STJÓRN KLÚBBSINS • Fundar klúbbstjórnin ekki a.m.k. einu sinni í mánuði? • Nýtið aðstoð stjórnar til að setja klúbbnum lang- og skammtíma markmið. 10 VENJUR KLÚBBA SEM NÁ RAUNVERULEGUM ÁRANGRI!!!10

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.