Kiwanisfréttir - 01.04.2009, Blaðsíða 17

Kiwanisfréttir - 01.04.2009, Blaðsíða 17
ENGINN VERKEFNASKORTUR HJÁ SÓLBORGU Það mættu hressar konur í jólaföndrið sem er okkar árlega fjáröflunarverkefni. Salan gekk mjög vel og á jólaföndursnefnd hrós skilið fyrir árangurinn í öllu þessu krepputali, húrra fyrir þeim. Það var vel mætt á jólafundinn, troðfullt hús og mjög góður fundur. Á nýju ári byrjuðum við á að halda þemafund sem var að þessu sinni með bleiku ívafi. Í febrúar fóru 15 félagar á þorrafund hjá Kiwanisklúbbnum Keili og var það hin besta skemmtun. Að sjálfsögðu mættu fulltrúar okkar á svæðisráðstefnuna í Garðabæ þann 14. febrúar. Á fundi þann 19. febrúar mætti Osvald Stefánsson heilsu- sérfræðingur og fræddi okkur um heilsusemi og hvernig við gætum með réttu mataræði passað upp á það. Þorramót Íþróttafélags Fjarðar, fatlaðra einstaklinga var haldið í febrúar sem við styrkjum með því að bjóða þeim og gestum upp á kaffi og meðlæti. Þann 5. mars fengum við góða gesti en það voru 10 félagar úr Kiwanisklúbbnum Ölveri. Fyrirlesari á þessum fundi var Ingólfur H. Ingólfsson frá Spara.is og fræddi hann okkur um ýmsar leiðir til að spara. Framundan er nóg að gera, meðal annars að halda kúrekaball þann 28 mars, aðalfundur og afmæli verður svo haldið í maí og svo dansleikur fyrir fatlaða í maí í samvinnu við Kiwanisklúbbana í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi. Síðast en ekki síst þá er það hjálmaverkefnið, þannig að það er ekki verkefnaskortur hjá okkur enda erum við ánægðar þegar við höfum nóg að gera. Að lokum óskum við öllum Kiwanisfélögum og þeirra fjölskyldum góðs og ánægjulegs sumars. Með Kiwaniskveðju, Erla María Kjartansdóttir blaðafulltrúi Kiwanisklúbbsins Sólborgar. Sólborg: Oswald Stefánsson hélt erindi um heilsuna og fékk fána klúbbsins að launum. Lífshlaupið er annar fastur liður á fundum Jörfa. Jón Jakob hratt þessu af stað í byrjun starfsárs síns og nú eru harla fáir eftir sem ekki hafa opinberað ævisögu sína á þess- um vettvangi. Þykja frásagnirnar bæði frumlegar og fróðlegar. Gönguklúbburinn á hverjum sunnudagsmorgni Frísklegur svipur - roði í kinnum - blik í augum. Þau minna óneitanlega á hressa krakka. Veðrið er bara ánægjuauki. Í köldu veðri búa þau sig bara betur. Rigni fara þau í regngalla. Manstu hvernig var að vera hress krakki, njóta útiverunnar og skilja skólabækurnar (les: dægurþrasið) eftir inni. Og svo heitt kakó þegar komið var inn. Heimsóknir Klúbburinn hefur farið í tvær heimsóknir á starfsárinu. Sú fyrri var á fund sem margir klúbbar héldu í nóvember en sú seinni var til félaga okkar í Höfða . Komandi viðburðir Brátt verður svo farið austur að snæða svið, en þá heldur Jörfi sína árlegu sviðaveislu. Gist er í orlofshúsum í Ölfusborgum en veislan sjálf er haldin í Kiwanishúsi Ölversfélaga í Þorlákshöfn. Jörfafélagar sjá alfarið um allt sjálfir varðandi veisluhöld og eldamennsku. Stjórnarkjörsfundur Jörfa verður síðan í lok apríl. Búið er að stilla upp í stjórn og allar nefndir Jörfa fyrir næsta starfsár. Heimasíða Jörfa Jörfi hefur haldið út heimasíðu frá árinu 2002. Á miðju síðasta ári var henni breytt og sett í sama snið og heimasíða umdæmisins. Þetta gerir það að verkum að mun auðveldara er að uppfæra síðuna og á hún að gefa góða mynd af starfi klúbbsins á hverjum tíma. Við hvetjum aðra klúbba til að hugsa vel um heimasíður sínar og uppfæra þær reglulega. Fjölmiðlafulltrúar Jörfa, Sigursteinn Hjartarson, Guðm. Helgi Guðjónsson. Pálmi Matthíasson var gestur á árlegum fjölskyldu-og kynningarfundi Jörfa. 17

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.