Kiwanisfréttir - 01.04.2009, Blaðsíða 12

Kiwanisfréttir - 01.04.2009, Blaðsíða 12
Fræðslunefnd umdæmisins fyrir næsta starfsár er skipuð eftirtöldum Kiwanis- félögum: Sæmundur H. Sæmundsson; Elliða, Reykja- vík, formaður Finnbogi G. Kristjánsson; Elliða, Reykjavík Árni H. Jóhannsson Kötlu, Reykjavík. Ákveðið var í upphafi að hafa nefndina sjálfa ekki stóra, því það er skoðun formanns að betri árangur náist með fámennari nefnd og fá frekar til liðs við nefndina sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum til að miðla fróðleik til félaga okkar í Kiwanishreyfingunni. Við munum nýta okkur mjög gott efni, sem forverar okkar í fræðslunefnd hafa aflað og sett upp á aðgengilegan hátt. Auðvitað verður um einhverjar breytingar að ræða þegar nýjir menn koma til starfa og kannski ekki síst þar sem þeir menn hafa mikla reynslu og hafa sinnt öllum þeim störfum sem nefndin er að fjalla um. Nefndin hefur þegar tekið til starfa og var með svæðisstjórafræðslu í Kiwanishúsinu við Engjateig í Reykjavík 21. febrúar síðastliðinn. Þar mætu fimm af sex svæðisstjórum fyrir starfsárið 2009-2010, en einn komst ekki sökum veðurs. Til liðs við okkur í nefndinni fengum við umdæmisritara Hjördísi Harðardóttur og umdæmisféhirði Atla Heiðar Þórsson, einnig mætti kjörumdæmisstjórinn Geir H. Guðmundsson og að sjálfsögðu foringinn, sjálfur umdæmisstjórinn Óskar Guðjónsson. Við í nefndinni höldum að fræðslan hafi tekist bærilega og kjörsvæðisstjórarnir hafi farið heim hressir og kátir, eitthvað fróðari og tilbúnir til átaka við næsta starfsár með að leiðarljósi að gera Kiwanishreyfinguna öflugri, eftirtektar- verðari og áhugaverða fyrir ungt fólk þegar kemur að því að velja sér félagsskap til að njóta samvista við aðra í þjóð- félaginu og láta samhliða þeirri ánægju, gott af sér leiða fyrir uppbyggingu í okkar þjóðfélagi. Fræðsla fyrir kjörforseta var haldin sunnudaginn 29. mars í Kiwanishúsinu í Kópavogi. Einnig aðstoðaði nefndin umdæmisstjóra við ráðstefnu sem haldin var laugardaginn 28. mars. Á umdæmisþinginu í haust verða fræðslur fyrir forseta, ritara og féhirða og vil ég hvetja alla klúbba að senda sína embættismenn til fræðslu á þingið, það er bæði fróðlegt og einnig skemmtilegt fyrir verðandi embættismenn að koma á stóra fundi eins og umdæmisþing og kynnast félögum úr öðrum klúbbum og alls staðar að af landinu og félögum okkar frá Færeyjum. Einnig hefur komið til umræðu að kalla til þings formenn móttökunefnda í klúbb- unum til að fara yfir þeirra starf, því að móttökunefndin er andlit klúbbsins og er klúbburinn oft metinn eftir því hvernig móttökunefndin skilar sínu hlutverki. Vill undirritaður því hvetja kjörforseta til að velja móttökunefndarformann fyrir þingið í haust þannig að hægt sé að kalla þá til, ef það verður niðurstaðan að fá þá til fræðslu. Fræðslunefnd stefnir að því að koma einu sinni á svæðisráðstefnu í hverju svæði á næsta starfsári og er einnig tilbúin til að heimsækja klúbba ef þess er óskað og þurfa félagar klúbbanna ekki að óttast að um eitthvað þurt stagl verði að ræða því nefndarmenn nenna ekki slíku heldur vilja hafa opna fundi þar sem félagar skiptast á skoðunum um störf klúbbsins og Kiwanismálefni yfirleitt. Við í fræðslunefnd vonum að næsta ár verði öflugt og kraftmikið Kiwanisár, en það gerist ekki nema að við félagarnir í hreyfingunni tökum höndum saman og gerum allt okkar starf bæði öflugt og skemmtilegt. Kæru Kiwanisfélagar, eigið bjarta og ánægjulega framtíð, sjáumst hress sem oftast á fundum og öðrum samkomum Kiwanis. Sæmundur H. Sæmundsson, formaður fræðslunefndar umdæmisins 2009-2010. 12 „GAMLIR” REYNSLUBOLTAR Í FRÆÐSLUNEFND Þessir félagar verða í fræðslunefnd 2009-2010, Finnbogi, Sæmundur og Árni. Hér eru verðandi svæðisstjórar samankomnir á fundi fræðslunefndar.

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.