Kiwanisfréttir - 01.04.2009, Blaðsíða 6

Kiwanisfréttir - 01.04.2009, Blaðsíða 6
Óhætt er að segja að starfsemin sé í fullum skrúða hjá Kiwanisklúbbnum Helgafelli í Vestmannaeyjum. Félagslíf er í frábærum farvegi og líknarstarf í samræmi við það. Hér ganga menn í Kiwanis til að taka þátt í því gróskufulla skemmtilega starfi sem hér fer fram. Við ætlum aðeins að skyggnast gróf- lega í starfið á eyjunni suðrænu. Jólatrésskemmtun Helgafells var haldin 27. desember með pompi og prakt. Mættu þar félagar með börn og barnabörn og áttu ánægjulega jólastund saman. Dansað var í kringum jólatréð og boðið var upp á kaffi, gos og bakkelsi sem eiginkonur sáu um af miklum myndar- skap. Og að sjálfsögðu mættu vaskir jólasveinar og dönsuðu og sungu með börnunum og færðu þeim síðan smá góðgæti úr poka sínum. Sameiginlegur jólafundur Sinawik og Helgafells var haldinn 6. desember. Um 120 gestir voru saman þessa kvöldstund í góðu yfirlæti. Eftir að forseti hafði ávarpað gesti í upphafi fundar og óskað afmælisbörnum fundarins til hamingju með áfangann, flutti séra Guðmundur Örn okkur jólahugvekju og Gísli Valtýs- son las upp jólasögu. Þá voru nokkur tónlistaratriði, sem nemendur í Tónlistar- skóla Vestmannaeyja fluttu við góðar undirtektir. Um nokkurra ára skeið hefur sá háttur verið á matseldinni að konur úr Sinawik hafa séð um hana og alltaf verið þessi dýrindismatur. Að þessu sinni var breytt út af þeim vana og sá stjórn Helgafells um eldamennskuna sem fékk góð meðmæli gesta. Eins svo margt hjá Helgafelli, þá eru málin í frekar föstum skorðum og svo var um margrómað bingó að fundi loknum. Þar sló Friðfinnur ekki feilnótu frekar en fyrri daginn í stjórn bingósins. Eitt af fjölmennari þorrablótum Helga- fells var haldið 17. janúar og voru mættir um. 170 félagar og gestir, og m.a heimsóttu okkur gestir frá Kiwanis- klúbbnum Mosfelli í Mosfellsbæ og þökkum við þeim sérstaklega fyrir ánægjulega samverustundir og heim- sóknina til Eyja. Á blótinu var margt gert sér til gamans en herlegheitin hófust á borðhaldi og þar var að sjálfsögðu snæddur hin hefðbundni og rammíslenski þorramatur með öllu tilheyrandi, þorra- blótsnefndin sá um matseldina og tókst þeim félögum vel til eins og við var búist af þessum köppum, en þarna er valinn maður í hverju rúmi. Spurningarkeppni var á milli borða og þar urðu þrjú borð jöfn að stigum og var þá dregið um sigurvegara og kom það í hlut gestanna frá Mosfelli. Einnig var tónlistaratriði í GRÍN, GLEÐI OG GJAFIR HJÁ HELGAFELLI Í EYJUM Fanney skólastjóri og Adda umsjónarkennari í grunnskólanum tóku við gjafabréfi fyrir hljóðkerfi í eina skólastofu grunnskólans sem Bergþóra Sigurðardóttir mun nota. Ágúst Jóhannes Stefánsson fékk fartölvu að gjöf í samstarfi við Vestmannaeyjabæ. Félagar í Helgafelli færðu Stefáni Valtýssyni sérútbúið rafknúið sjúkrarúm til eignar. Á myndinni eru Kristleifur forseti Helgafells, Valtýr faðir Stefáns og Stefán sjálfur. 6

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.