Kiwanisfréttir - 01.04.2009, Blaðsíða 11

Kiwanisfréttir - 01.04.2009, Blaðsíða 11
• Á hverjum stjórnarfundi ætti að eyða smátíma í að meta árangur settra markmiða. • Ef klúbburinn er liðið þá er stjórnin þjálfaraliðið. 5) VIÐURKENNINGAR OG SAMVERA SKIPTA MIKLU MÁLI! • Ekki gleyma því að Kiwanis er félagsskapur sjálf- boðaliða. Munum eftir því að veita viður- kenningar og hrós fyrir vel unnin störf. • Þakklætisvottur eða viðurkenning hefur mikið að segja og skilja eftir jákvæðar hugsanir og tilfinningu. • Samneyti þjappar klúbbnum saman og gerir Kiwanisupplifunina skemmtilega. Gleymið ekki að hlúa að þessum þætti starfsins – það sé skemmtilegt og félagarnir hlakki til og njóti funda. Hikið ekki við að brjóta klúbbstarfið upp til að gera það skemmtilegra og öðruvísi en vanalega. 6) HÖFUM FJÁRMÁLIN UPPI Á BORÐI OG Á HREINU • Aðskiljið styrktar- og félagssjóð. • Gerið raunhæfa áætlun um tekjur og gjöld beggja sjóða. Fjárhagsáætlun gerir þér kleift að skipu- leggja hvað þarf að gera í fjáröflun og hversu mikla þjónustu er hægt að veita. 7) RÆKTUM LEIÐTOGAHÆFILEIKA KLÚBBFÉLAGA • Mikil reynsla fæst af t.d. nefndarformennsku og verkefnisstjórn. Hvetjið félaga til að taka að sé nefnd eða verkefni. • Leiðið reynslubolta og nýgræðinga saman í nefndarstörfum. • Hlúið að verðandi forystufólki og veitið því tækifæri. Að fá að starfa sem Forseti eða Ritari er fyrst og fremst JÁKVÆÐ REYNSLA og SKEMMTILEG UPPLIFUN. • Er tröppugangur að því að verða forseti? • Hafa of margir forsetar verið það áður? 8) GLEYMIÐ EKKI KIWANISFJÖLSKYLDUNNI • Skipuleggið og gerið skemmtilega hluti með Kiwanisfjölskyldunni; golf, gönguferðir, sumar- hátíðir keilukeppnir, makakvöld, skemmtikvöld, útilegur o.s.frv. • Virkið fjölskylduna til þjónustuverkefna með klúbbfélögum. • Gleymið ekki að heimsækja aðra klúbba 9) KYNNUM OKKUR, KYNNUM OKKUR, KYNNUM OKKUR • INNRI KYNNING – Haldið félögum upplýstum með því að halda úti einhvers konar fréttabréfi, eða heimasíðu. Hvetjið félaga til að lesa Kiwanis- fréttir, heimasíðu umdæmisins og annarra klúbba. • YTRI KYNNING – Kiwanis er að gera frábæra hluti, við eigum að vera óhrædd við að koma þeim á framfæri. Ef þið leitið til almennings um stuðning, munið þá að segja frá þeim verkefnum sem Kiwanis er þekktast fyrir, K-dagur, Hjálma- verkefnið, Joð-verkefnið og þeim góðu hlutum sem unnið er að nærumhverfi. Góð kynning sáir jákvæðni í jarðveg nýrra félaga. • Erfitt að ná til fjölmiðla- Haldið árlegan fjölmiðlaviðurkenningardag í klúbbnum!!! Haldið ótrauð áfram. 10) GLEYMUM EKKI STÖÐUGU MATI • Fylgist vel með hvernig klúbbnum vegnar. • Er farið yfir mánaðarskýrslur á stjórnarfundum? • Er klúbburinn að ná þeim þjónustu- og fjár- öflunarmarkmiðum sem stefnt var að í upphafi árs. Ef ekki - hvers vegna? • Gerið ykkur grein fyrir styrkleikum klúbbsins og vinnið úr þeim. • Gerið ykkur grein fyrir veikleikum klúbbsins og vinnið í þeim. Með Kiwaniskveðjum, Óskar Guðjónsson, kjörumdæmisstjóri. 11

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.