Kiwanisfréttir - 01.04.2009, Blaðsíða 7

Kiwanisfréttir - 01.04.2009, Blaðsíða 7
boði en það á ættir sínar að rekja til Einars Friðþjófs og Kötu, en þarna voru komin saman Hjalti, Jórunn, Ágúst og Njáll og fluttu þau nokkur lög við frábærar undirtektir gesta. Spurningarkeppni í anda Útsvars var háð milli karla og kvenna og þar báru STRÁKARNIR sigur úr bítum, fjöldasöngur fór fram og honum stjórnuðu Sæþór Vídó og Jarl Sigurgeirs. Undir lok dagskrárs kom atriði sem engin í salnum átti von á en í heimsókn til okkar komu ABBA í öllu sínu veldi og tóku smá syrpu fyrir okkur og ætlaði allt um koll að keyra. Veislustjóri kvöldsins var Stefán Þór Lúðvíksson, en þar er mikill skemmti- kraftur á ferð, og síðan en ekki síst lék hljómsveitin Tríkot undir dansi langt fram á nótt. Blótið var í alla staði vel heppnað og nefndinni og Helgafelli til mikils sóma. Líknarstarf Helgafells er sannarlega í blóma líkt og aðrir þættir klúbbsins. Þann 13. febrúar s.l. afhentu félagar úr Kiwanisklúbbnum Helgafelli, Stefáni Valtýssyni sérútbúið rafknúið sjúkrarúm til eignar. Valtýr faðir Stefáns kvað þetta vera mikla byltingu fyrir drenginn og vonum við Helgafellsfélagar að rúmið og eiginleikar þess megi koma að góðum notum í framtíðinni fyrir Stefán. 19. febrúar gáfu félagar úr Kiwanis- klúbbnum Helgafelli hljóðkerfi í eina stofu í grunnskóla Vestmannaeyja. Styrk- urinn er til kominn vegna Bergþóru Sigurðardóttir sem er átta ára eyjapæja sem fæddist með Torticollis í hálsi og hefur einnig kölkun í hægra eyra og þarf að nota heyrnatæki þess vegna og er hljóðkerfið henni nauðsynlegt í námi. Skólanum var afhent tækið til eignar þó með þeim viðkvæðum að tækið fylgi Bergþóru og hennar skólagöngu. Fanney skólastjóri og Adda umsjónar- kennari Bergþóru tóku formlega við gjöfinni. Helgafellsmenn komu færandi hendi þann 4. mars er þeir færðu Ágústi Jóhannesi Stefánssyni fartölvu að gjöf í samstarfi við Vestmannaeyjabæ. Gústi eins og hann er best þekktur á í átökum við MS sjúkdóm og getur sig lítið sem ekkert hreyft. Með tilkomu tölvunnar fullkomnar Gústi nú hljóðver sem hann hefur komið sér upp á heimili sínu, og stefnir á að selja sína djúpu rödd sem þekkt er, í auglýsingar og fleira. Takk fyrir, Kiwaniskveðja, Kristleifur Guðmundsson, forseti Helgafells. 7 Starfið í Drangey var mjög öflugt á síðasta starfsári og klúbburinn stóð fyrir 38. umdæmisþingi Kiwanis á Sauðárkróki í maí 2008 sem tókst í alla staði mjög vel. Klúbburinn hélt upp á 30 ára afmæli sitt í Reiðhöllinni Svaðastöðum á föstudags- kvöldið þegar umdæmisþingið var og þar mættu um 300 manns og tókst af- mælið mjög vel. Fyrr um daginn og í tilefni af 30 ára afmæli klúbbsins afhenti klúbburinn fötluðum einstaklingum í Skagafirði bifreið að gjöf upp á rúmar 5,5 milljónir króna sem klúbbfélagar söfnuðu meðal fyrirtækja og einstaklinga í Skaga- firði. Bifreiðin er Ford Transit útbúin fyrir fjóra hjólastóla sem hægt er að renna inn í bifreiðina og festa niður. Fyrir þetta verk- efni fékk klúbburinn lykilinn, viður- kenningu fyrir athyglisverðasta verkefni starfsársins 2007-2008 frá umdæmisstjórn. Í tilefni af 30 ára afmæli klúbbsins voru þeim fjórum stofnfélögum sem enn eru starfandi í klúbbnum afhentar silfur- stjörnur Kiwanis. Stjórnarskipti fóru fram 10. október og sá Ingólfur Guðmundsson svæðisstjóri Grettissvæðis um þann gjörning. Fundir eru haldnir hálfsmánaðarlega í Kiwanis- húsinu á Eyrarvegi, einn nýr félagi hefur verið tekinn inn í klúbbinn og er það Pálmi Jónsson og er hann boðinn vel- kominn til starfa. Jólafundurinn í des- ember var haldinn að Hólum í Hjaltadal og þar flutti sr. Hjörtur Pálsson hugvekju og einning hélt Margrét Sigtryggsdóttir erindi. Fundurinn 6. febrúar var haldinn í fyrirtækinu Sjávarleður þar sem fram- kvæmdastjórinn Gunnsteinn tók á móti mannskapnum og skenkti bæði þorramat og drykk, fræddi og sýndi síðan fél- ögum fyrirtækið. Þorrafundur var svo haldinn 21. feb. eftir svæðisráðsfund. Við það tækifæri var Ingimar Hólm Ellertsson heiðraður sérstaklega með gullstjörnu Kiwanis fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu klúbbsins en áður hafði hann verið sæmdur bæði silfurstjörnu og Hixon orðu og eftir því sem við best vitum er hann eini Íslendingurinn sem sæmdur hefur verið þessum þremur viðurkenningum og óskum við Ingimar til hamingju með það. Nú þegar þessi pistill er skrifaður er verið að vinna að útgáfu þjónustu- og símaskrár fyrir Skagafjörð og Húnaþing en þetta er aðalfjáröflunarleið klúbbsins. Í heildina hefur starf klúbbsins verið létt og skemmtilegt í vetur, ýmsar spaugilegar uppákomur og fundir flestir mjög góðir. DRANGEY GAF FÖTLUÐUM RÚMAR FIMM MILLJÓNIR Drangeyjarfélagar við bifreiðina sem þeir gáfu til afnota fyrir fatlaða einstaklinga.

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.