Kiwanisfréttir - 01.04.2009, Blaðsíða 19

Kiwanisfréttir - 01.04.2009, Blaðsíða 19
19 Kiwanisklúbburinn Keilir hefur í rúman áratug haldið barnapáskabingó í vikunni fyrir páska. Þar koma saman Kiwanisfélagar, makar, börn og barnabörn og spila bingó þar sem páskaegg eru í vinning. Boðið er upp á prins póló og kók og síðan fá öll börn lítið páskaegg, þannig að enginn fer egglaus heim. Bingóspjaldið kostar aðeins 100 krónur en tveir félagar í Keili, þeir Andrés K. Hjaltason og Björn H. Guðbjörnsson og fyrirtæki þeirra skiptast á annað hvert ár að bjóða upp á vinningana. Barnapáskabingó hjá Keili Vinningshafar í barnapáskabingói Keilis. Starfið í vetur hefur yfirleitt verið í góðu lagi í klúbbunum, nokkur fjölgun hefur verið en okkur ekki gengið nógu vel að loka bakdyrunum og halda félögum inni. Kiwanisfélagar eru í dag 904 og þarf því að fjölga um 100 til að ná lágmarksfjölda til að vera fullgilt umdæmi, við viljum ekki vera umdæmi í aðlögun. Heimsstjórn og Evrópustjórn hafa stutt fjölgun með því að kalla fulltrúa úr öllum umdæmum á sérstaka fjölgunarrástefnu til að aðstoða við fjölgun félaga. Við í umdæminu Ísland-Færeyjar segjum stoltir frá því að við eigum fjölmennasta klúbb í Evrópu þ.e.a.s Helgafell í Vest- mannaeyjum með 95 félaga og 3 félaga í aðlögun. Framundan er ánægjulegt verkefni allra klúbba, það er afhending reiðhjólahjálma til allra 6 ára barna á landinu. Vegna ástandsins í landinu varðandi fjármögnun vorum við hræddir um að samningurinn sem gerður var við Eimskip væri í uppnámi, en svo reyndist ekki vera og höfum við tryggt okkur greiðslu frá þeim fyrir hjálmunum. Eimskip er mjög ánægt með samstarfið við Kiwanis- hreyfinguna varðandi hjálmaverkefnið og er mjög stolt af því. Evrópuþing í Ghent verður í byrjum júní og er ágæt þátttaka félaga frá Íslandi, enda frábær skemmtun og og góð leið til að kynnast Kiwanisfélögum frá öðrum Evrópulöndum. Andrés Hjaltason fyrrverandi umdæmisstjóri og félagi í Keili gefur kost á sér til forseta Evrópustjórnar og væri gaman að sjá hann fá glæsilega kosningu, 2 aðrir gefa kost á sér til starfans. Þeir Kiwanisfélagar sem fóru á síðasta Evrópuþing voru allir sam- mála að það væri hin besta skemmtun samanber grein í síðasta Kiwanisblaði. Heimsþing verður í lok júní í Tennesee í Bandaríkjunum Það er ánægjulegt að sjá hin fjölmörgu verkefni sem klúbbarnir eru að vinna að til góðra mála. Góðir Kiwanisfélagar gleymum ekki markmiðum Kiwanis að aðstoða þá sem minna mega sín. Með Kiwaniskveðju, Matthías Guðm. Pétursson. ÁGÆTU KIWANISFÉLAGAR GLEÐILEGT SUMAR OG ÞAKKIR FYRIR GÓÐAN VETUR Óskar kjörumdæmisstjóri og Matthías umdæmisstjóri.

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.