Kiwanisfréttir - 01.04.2009, Blaðsíða 9

Kiwanisfréttir - 01.04.2009, Blaðsíða 9
9 Daniel Evrópuforseti skipaði nefnd um fjölgun kvenna í Evrópu. Þar sem konur eru í minnihluta í flestum Evrópulöndum nema Póllandi. Á Íslandi eru 50-60 konur í hreyf- ingunni sem skiptist í þrjá kvennaklúbba og tvo blandaða klúbba. Nefndina skipa fimm konur frá Sviss, Belgíu, Noregi, Ítalíu og Austurríki. Fulltrúi Noregs, Kari Rasmussen óskaði eftir því við íslenska umdæmið að skipuð yrði kvennanefnd sem ynni í samstarfi við hana. Matthías umdæmisstjóri kom að máli við mig í desember og bað mig að taka þessa nefnd að mér. Ég fékk klúbb- félaga mína, Hjördísi Harðardóttur og Guðbjörgu Pálsdóttur til að vera með mér í nefndinni. Strax í janúar fóru þær stöllur út til Noregs til fundar við Kari og þar voru stilltir saman strengir. Hugmyndir okkar um fjölgun kvenna eru að aðstoða þá klúbba sem fyrir eru, stofna nýja klúbba og þá er heldur verið að hugsa um blandaðan klúbb sem hægt væri þá að vinna að í samvinnu við fjölgunarnefnd umdæmisins. Það kemur líka til greina að stofna kvennaklúbb. Þá ætlum við að senda bréf í karlaklúbbana og athuga hvort þeir séu tilbúnir að bjóða konur velkomnar í klúbbinn sinn. Þá þarf umdæmið að leggja sitt að mörkum og gera konur sýnilegri með því að fá þær í fleiri embætti og nefndir og hafa þær með þegar verið er að koma fram fyrir hönd hreyfingarinnar. Það er enn það viðhorf í þjóðfélaginu að Kiwanis sé karlahreyfing. Við munum innan skamms setja inn á Kiwanis.is grein um konur í Kiwanis og hvernig hægt er að gerast félagi. Þá ætlum við að athuga með að koma inn grein á kvennanetsíður t.d. femin.is og setja greinar í staðarblöð. Við höfum fjölgað um eina konu og hver ein og sérhver skiptir máli. Þessi félagi er maki Kiwanisfélaga svo þar kom enn ein hugmynd að fjölgun, hver veit nema fleiri makar hafi áhuga á að ganga til liðs við hreyfinguna okkar. Hildisif Björgvinsdóttir, Sólborg, formaður kvennanefndar umdæmisins. ÁTAK Á VEGUM EVRÓPUFORSETA UM FJÖLGUN KVENNA Í HREYFINGUNNI Nú skal tekið á því... Kvennanefnd umdæmisins, Guðbjörg Pálsdóttir, Hildisif Björgvinsdóttir og Hjördís Harðardóttir. kirkjum hverfisins, síðast í Breiðholts- kirkju og nutum við aðstoðar Felix Bergssonar leikara og Einars Guðmunds- sonar frá Forvarnarstofu SJÓVÁ. Þessu næst er vormót íþróttafélagsins Aspar en Elliði gefur alla verðlauna- peninga og bikara á það mót. Auk þess aðstoða Elliðafélagar við tímatöku og afhenda verðlaun á sundmóti Aspar. Það er ákaflega gefandi að starfa með Aspar- félögum því að þar er gleðin og þakklætið í fyrirrúmi. Á síðasta starfsári gáfum við Asparfélögum 150 trefla með merki félagsins og afhentum þá uppskeruhátíð félagsins. Það var einstakt að vera vitni að þeirri gleði sem skein úr hverju andliti. Páll V. Sigurðsson, fráfarandi forseti Elliða. Stoltir Asparfélagar.

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.