Kiwanisfréttir - 01.04.2009, Blaðsíða 14

Kiwanisfréttir - 01.04.2009, Blaðsíða 14
Við Höfðafélagar höfum haft ýmislegt fyrir stafni undanfarna mánuði, bæði í starfi og leik og verður í þessum pistil stiklað á stóru. Við fengum góða gesti á fund okkar þann 6.11. sl., en þá heiðruðu Matthías G. Pétursson umdæmisstjóri og Helgi Straumfjörð svæðisstjóri Eddusvæðis, okkur með nærveru sinni. Umdæmisstjóri lýsti m.a. kynnum sínum af Don Canaday heimsforseta og sagði okkur skemmtilega og fræðandi sögu um það hvernig hann hefur staðið að því í gegnum tíðina að fjölga í Kiwanishreyfingunni með stofnun Kiwanisklúbba víða um heim. Það er fastur liður hjá okkur að konurnar okkar hittast skömmu fyrir jól til að föndra. Á þessu varð engin breyting þetta árið. Þann 8. nóvember var föndurdagurinn að þessu sinni og var föndrað í heimahúsi. Skv. venju mættum við „kallarnir“ á staðinn þegar degi fór að halla, og var þá slegið upp matarveislu og skrafað og skeggrætt fram eftir kvöldi. Eins og ávallt er desember annasamasti mánuður okkar Höfðafélaga í Kiwanisstarfinu. Jólafundurinn var að þessu sinni haldinn í Kiwanishúsinu við Engjateig. Séra Sigríður Guðmarsdóttir prestur í Guðríðarkirkju var gestur okkar að þessu sinni og flutti hún jólahugvekju. Að sjálfsögðu borðuðum við góðan mat en að þessu sinni svignuðu borð undan heitu og köldu hangikjöti m.t.h. meðlæti. Eins og undanfarin ár höfum við styrkt nokkrar fjölskyldur með matargjöfum fyrir jólin. Að þessu sinni voru það 25 fjölskyldur í Grafarvogi og Grafarholti nutu þessara gjafa. Ekki þarf að taka það fram að gjafirnar komu sér ákaflega vel fyrir þá sem þær þáðu, enda hefur fjárhagsstaða ótrúlega margra sjaldan verið verri en einmitt nú. Eins og áður var það kirkjan sem benti okkur á þær fjölskyldur sem matargjafirnar fengu og að vanda nutum við velvildar nokkurra íslenskra fyrirtækja sem gáfu okkur þessa matvöru. Séra Sigríður Guðmarsdóttir aðstoðaði okkur við matargjafirnar að þessu sinni. Kunnum við öllum þessum aðilum okkar bestu þakkir. Að venju er sala flugelda fyrir áramót okkar helsta tekjulind. Að þessu sinni fór salan fram að Gylfaflöt 5 í mjög hentugu húsnæði. Það er mjög slæmt fyrir okkur að hafa ekki fastan samastað fyrir flugeldasöluna. Það er því alltaf töluvert áhyggjuefni hjá okkur á hverju ári, hvort við finnum hentugt húsnæði. Auðvitað viljum við helst vera í Grafarvoginum eða helsta nágrenni hans, en það er því miður ekki alltaf hægt. Í hitteðfyrra urðum við t.d. að vera með sölustaðinn í Kópavoginum. Við vorum ekki mjög bjartsýnir með söluna fyrir þessi áramót vegna kreppunnar. En okkur til ánægju reyndist salan meiri en við gerðum ráð fyrir. Staðreyndin er nefnilega sú að við höfum gætt þess að vera með góða vöru á góðu verði í gegnum tíðina. Auðvitað er stór hluti okkar viðskiptavina þeir sömu ár eftir ár og breytir þá engu þótt þeir þurfi að fara heldur lengri leið en vanalega eftir flugeldunum sínum. Þessum aðilum erum við ákaflega þakklátir og að sjálfsögðu einnig öllum hinum sem versla við okkur og með því styðja okkur til góðra verka. Vonumst við til að sjá sem flesta þeirra fyrir næstu áramót. Þann 13. febrúar blótuðum við þorra. Að þessu sinni fór blótið fram í heimahúsi en ákveðið hafði verið að halda kostnaðinum við blótið í lágmarki. Þetta var ákaflega vel heppnað og skemmtilegt kvöld en heldur var mætingin í lakara lagi að mati undirritaðs. Ekki veit ég hverju um er að kenna, en varla getur það verið maturinn, því eins og allir vita er hann algert lostæti og það er sko eitthvað annað að skófla í sig pungum, hval og súru slátri í stað einhverra torkennilegra, naumt skammtaðra og rándýrra rétta með útlendum nöfnum. Sameiginlegur fundur með Jörfa, öðrum móðurklúbba okkar, var haldinn þann 5. febrúar. Á þeim rúmu 10 árum sem undirritaður hefur verið félagi í Höfða hafa margir fyrirlesarar heimsótt okkur félagana á almenna fundi. Yfirleitt hafa þessir fyrirlesarar verið skemmtilegir og/eða áhugaverðir. En að öðrum ólöstuðum þá var fyrirlesari sá sem heimsótti okkur þann 5. mars sá allra skemmtilegasti sem ég man eftir. Þessi ágæti maður er séra Gunnar Sigurjónsson, prestur í Digraneskirkju. Séra Gunnar er ekki bara prestur heldur ber hann titilinn „sterkasti prestur í heimi“. Þá nafnbót hlaut hann í júní 2004. En það er næsta víst að verði einhvern tímann keppt um nafnbótina „fyndnasti prestur í heimi“ þá er séra Gunnar verðugur kandidat. Klerkurinn reitti af sér „sanna“ brandara til hægri og vinstri milli þess sem hann tók í nefið og snýtti sér. Brandararnir voru mest ferða- og veiðisögur „STERKASTI PRESTUR Í HEIMI“ HEIMSÓTTI HÖFÐA Flugeldasala Höfða stendur undir kostnaði vegna matargjafa. Sterkasti prestur í heimi. 14

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.