Kiwanisfréttir - 01.04.2009, Blaðsíða 8

Kiwanisfréttir - 01.04.2009, Blaðsíða 8
8 Í Kiwanisklúbbnum Elliða er unnið mjög gott starf. Í okkar augum er Elliði fyrir- myndarklúbbur og hefur verið það í mörg ár, þótt hann hafi ekki hlotið þá viður- kenningu hjá umdæminu. Raunmæting á fundi er um 75% og nokkrum sinnum hafa allir klúbbfélagar gert grein fyrir sér og tilkynnt forföll. Á síðasta fundi Elliða mættu 27 af 32 félögum og einn er í leyfi eða 87.5 %. Skipulag á fundum er í föstum skorðum, við leggjum mikla áherslu á snyrtilegan klæðnað en jafnframt að fundirnir sé skemmtilegir og að þeim ljúki á skikkanlegum tíma. Mikil áhersla er lögð á að rækta sálarskarnið með því að fara í leikhús, hafa skákkvöld, fara í gönguferðir á sunnu- dögum og við erum með alls konar uppákomur til að létta klúbbfélögum og mökum þeirra lífið. Sérstaklega má benda á að makar klúbbfélaga eru með hand- verkskvöld einu sinni í mánuði og núna eftir áramótin fóru heldri menn í klúbbnum 67 ára og eldri að hittast einu sinni í viku að Grensásvegi 8. Hefur það gefist svo vel að hræðsla er orðin við að öldungaráðið yfirtaki stjórn klúbbsins. Stjórnarskiptin Stjórnarskipti í Kiwanisklúbbnum Elliða fóru fram 22. september að Hótel Loft- leiðum undir stjórn Eiríks Ingvarssonar svæðisstjóra Þórsvæðis og Jóns Eiríks- sonar kjörsvæðisstjóra. Stjórnina skipa Forseti: Ragnar Harðarson Kjörforseti: Árni Magnússon Ritari: Árni Arnþórsson Féhirðir: Ragnar Engilbertsson Fráfarandi forseti: Páll V. Sigurðsson Villibráðarkvöld Elliða Þann 17. október var hið árlega villi- bráðarkvöld Elliða haldið í Víkingasal Hótels Lofleiða og sóttu 132 gestir Villi- bráðakvöldið. Heppnaðist það mjög vel. Dagskráin hófst með setningu forseta Elliða kl. 20.15 og fól hann síðan Finnboga Kristjánssyni veislustjórn og stjórnaði hann kvöldinu af mikilli röggsemi. Borinn var fram frábær matur, Sveinn Waage og söngfuglarnir Kormákur Baldursson og Magnús Einarsson skemmtu. Málverka- uppboðið gekk mjög vel undir styrkri stjórn Brynjars Níelssonar. 700. fundurinn Þann 20. október var 700. fundur Kiwanisklúbbsins Elliða haldinn að Hótel Loftleiðum. Fyrirlesari kvöldisins var Örn Egilsson vígsluforseti Elliða og sagði hann fróðlega og skemmtilega frá fyrstu starfsárum klúbbsins. Skemmtilegt er frá því að segja að enn eru 4 stofnfélagar í klúbbnum. Nýir félagar Það er sönn ánægja að segja frá því að 3 nýir félagar gengu inn í klúbbinn á sérstökum hátíðafundi 5. janúar 2009. Þetta voru þeir Björn Ágúst Sigurjónsson, Edvard Sverrisson og Örn Þórhallsson og von er á einum til viðbótar á þessu starfs- ári. Starfið í Elliða Starfið í Elliða hefur gengið mjög vel, mæting á fundi og í hinar vikulegu sunnudagsgöngur Elliðafélaga hefur verið mjög góð. Félagsmálafundir hafa verið haldnir að Grensásvegi 8 en almennir fundir á Hótel Loftleiðum. Fyrirlesarar hafa verið prýðilegir og séstaklega má minnast á Elfar Úlfarsson heila - og taugaskurðlækni sem sem gerði okkur grein fyrir starfsemi heilans á einfaldan en snilldarlegan hátt. Jólafundur var haldinn á Grensásvegi 8 þann 15. desember, þar flutti Finnbogi Kristjánsson félagi okkar hugvekju. Skötu- fundur var í Kaffi Reykjavík 17. desember og þar var fyrirlesari Jón Baldvin Hanni- balsson. Þangað mættu 50-60 karlar og ein kona. 17. janúar. 2009 var nýársfagnaður Elliða haldinn að Grensávegi 8. Var það hin ágætasta skemmtun, frábær matur, einstök heimatilbúin skemmtiatriði og Árni Ísleifsson þandi dragspilið af mikilli list. Haldið hefur verið eitt skákkvöld og 18 félagar fóru í heimsókn til Kiwanis- klúbbsins Eldeyjar í Kópavogi þann 11. mars 2009 og hlustuðu þar á Vilhjálm Bjarnason ryðja úr sér tölum og fróðleik af mikilli list. Var þetta prýðiskvöld. Fram- undan er sumarferð í Stykkishólm 10. -12. júlí. Styrktarverkefni Á félagsmálafundi þann 16. mars 2009 var ákveðið að styrkja átakið Karlmenn og krabbamein með því að kaupa eitt herrabindi fyrir hvern félaga eða 32 bindi á 159.680 kr. Síðan hefst undirbúningur fyrir hjálmafhendinguna til grunnskólabarn- anna í Breiðholti sem farið hefur fram í GÓÐ MÆTING ELLIÐAFÉLAGA Á FUNDI Inntaka nýrra félaga á Hótel Loftleiðum. Frá afhendingu reiðhjólahjálma í Breiðholtskirkju vorið 2008.

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.